Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Evrópa 2020 - 65 svör fundust
Niðurstöður

Hvaða reglur gilda um fjárlagagerð ESB?

Árleg fjárlög Evrópusambandsins byggjast á fjárhagsramma sambandsins sem yfirleitt er gerður til sjö ára í senn. Fjárhagsrammann þarf að samþykkja með atkvæðum allra aðildarríkja í ráðinu en þar að auki hefur Evrópuþingið neitunarvald yfir rammanum sem heild. Árleg fjárlög sambandsins eru sett með sérstakri lagase...

Hvert er atvinnuhlutfall heyrnarlausra innan ESB í samanburði við Ísland?

Evrópuvefurinn leitaði svara um atvinnuþátttöku heyrnarlausra á Íslandi hjá Félagi heyrnarlausra og fékk þær upplýsingar að það væri um 75-80% í dag. Haldbærar upplýsingar um atvinnuhlutfall heyrnarlausra í Evrópusambandinu er hins vegar hvergi að finna. Ástæðan er sú að flest aðildarríki sambandsins blanda sam...

Eru íslensk fyrirtæki samkeppnishæf innan ESB?

Ef marka má mælikvarða Alþjóðaefnahagsráðsins og IMD viðskiptaháskólans í Sviss þá er Ísland yfir meðallagi í samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum í samanburði við aðildarríki ESB. Í mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2012 er Ísland í 12. sæti ef staða Íslands er skoðuð í samanburði við 27 aðildarríki ESB. Í ...

Breytist staða fatlaðra við inngöngu í ESB?

Staða fatlaðs fólks breytist ekki sjálfkrafa við aðild að Evrópusambandinu en aðild skapar hins vegar tækifæri til framþróunar í málefnum fatlaðra. Til að aðild að ESB skili jákvæðum áhrifum þurfa stjórnvöld á öllum stigum, stjórnsýsla, fagfólk og ekki síst hagsmunasamtök fatlaðs fólks að nýta sér þau tækifæri og ...

Gæti Evrópusambandið tekið upp á því að breyta umferðarlögum í aðildarríkjunum, til dæmis bannað hringtorg, bannað vinstri beygjur, sett 25 km hámarkshraða og breytt öllum umferðarskiltum?

Í stuttu máli er svarið nei. Evrópusambandið fer ekki með vald til að breyta umferðarreglum í aðildarríkjum sínum. Hins vegar getur Evrópusambandið mælt fyrir um ráðstafanir til að bæta umferðaröryggi sem heyrir undir stefnu sambandsins í samgöngumálum. Löggjöf ESB á því sviði hefur nánast undantekningarlaust veri...

Hverjar eru helstu breytingarnar sem urðu á stofnunum Evrópusambandsins við aðild Króatíu?

Helstu breytingarnar sem urðu á stofnunum Evrópusambandsins við aðild Króatíu eru þær að atkvæðavægi í ráði Evópusambandsins hefur breyst, Evrópuþingmönnum fjölgaði um tólf, framkvæmdastjóri frá Króatíu hefur verið skipaður og skipting á heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu hefur verið endurmetin. Upptaka evru og aðil...

Fastanefnd EFTA

Fastanefnd EFTA (e. Standing Committee of the EFTA States) er skipuð sendiherrum EFTA/EES-ríkjanna og er vettvangur pólitískrar umræðu þeirra á milli. Nefndin starfar á grundvelli sérstaks samnings milli EFTA-ríkjanna, en helsta hlutverk hennar er að samræma afstöðu EFTA/EES-ríkjanna gagnvart Evrópusambandinu fyri...

Sjávarútvegssjóður Evrópu

Sjávarútvegssjóður Evrópu (e. European Fisheries Fund, EFF) hóf starfsemi árið 2007. Samið var um stofnun hans við endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins árið 2002 en sjóðurinn tók við af svonefndri fjármögnunarleið við þróun í sjávarútvegi (e. Financial Instrument for Fisheries Guidance, ...

Hvar er landið Moldóva?

Eitt af ríkjum Sovétríkjanna hét Moldavía, eða öllu heldur Sovétlýðveldið Moldavía. En þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 lýsti þetta ríki yfir sjálfstæði og tók upp nafnið Moldóva. *** Moldóva liggur að mestu leyti á milli ánna Prut og Dnjestr sem renna í Svartahaf. Landið liggur að Rúmeníu til v...

Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega?

Réttara er að Ísland er á mótum Evrasíu- og Ameríkuflekanna og telst því jarðfræðilega til beggja álfa fremur en hvorugrar — austurhlutinn til Evrópu, vesturhlutinn til Ameríku. Í öllu öðru náttúrufari er Ísland tengdara og líkara Evrópu en Ameríku. *** Að því er varðar náttúrufar að öðru leyti á Ísland fle...

Er rétt að evran verði að heita „euro“ í öllum aðildarríkjum ESB?

Þetta er að hluta til rétt. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusambandsins verður að heita „euro“ í opinberum skjölum sambandsins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Í öðrum skjölum, svo sem landslögum aðildarríkjanna, er ríkjunum heimilt að nota annan rithátt, í samræmi við málfræðireglur og hefðir viðkomandi tu...

Hvað bjuggu margir í Evrópu árið 1000?

Aðferðir til að gera sér grein fyrir fólksfjölda á liðinni tíð, áður en skráning hófst, byggjast einkum á mati á vistfræðilegum þáttum ásamt tæknistigi og atvinnuháttum samfélagsins. Samkvæmt þess konar aðferðum er talið að íbúar Evrópu árið 1000 hafi verið um 36 milljónir og um helmingur þeirra hafi búið við Miðj...

Hvaða lönd teljast til Evrópu?

Þessu er ekki eins auðvelt að svara og ætla mætti, jafnvel þótt við reynum ekki að gera það í eitt skipti fyrir öll. Bæði myndast ný ríki öðru hverju og eins kemur fyrir að ríki sameinast. Auk þess eru sum ríki á gráu svæði við jaðar Evrópu eða þá að landsvæði þeirra telst til tveggja heimsálfa, ýmist þannig að hö...

Hvaða Evrópulönd eru ekki í ESB og hvers vegna?

Sérhvert evrópskt ríki, sem virðir grundvallargildi réttarríkisins, frelsi, lýðræði og mannréttindi, − þau sameiginlegu gildi, sem Evrópusambandið (ESB) byggist á - getur sótt um aðild að ESB. Ekkert land verður þó aðili að ESB nema með gagnkvæmu samþykki sínu og sambandsins og að uppfylltum ákveðnum skilyrð...

Hver er vestasti oddi Evrópu?

Samkvæmt algengum Evrópukortum mundu Bjargtangar í Látrabjargi vera vestasti oddi Evrópu. Þessi kort segja þó ekki alla söguna því að Asóreyjar eru vestar en Ísland og teljast ótvírætt til Evrópu. Eðlilegast virðist að telja vestasta odda eyjarinnar Flores í Asóreyjum jafnframt vestasta odda Evrópu. *** Þess...

  • Síða nr. 1 2 3 4

Leita aftur: