Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að innri markaður ESB - 573 svör fundust
Niðurstöður

Sameiginlegur markaður

(common market) er þriðja eða fjórða stig efnahagslegs samruna, eftir því hvernig talið er. Það vísar til þess að til viðbótar við afnám hindrana í viðskiptum með vörur (sjá fríverslunarsvæði) kemur samkomulag um frjálst flæði framleiðsluþátta (e. factors of production), það er að segja, vinnuafls og fjármagns, se...

EFTA/EES-ríkin

EFTA/EES-ríkin eru Ísland, Liechtenstein og Noregur, en það eru þau EFTA-ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Með samningnum urðu EFTA/EES-ríkin hluti af innri markaði Evrópusambandsins, sem grundvallast á reglunum um svonefnt fjórfrelsi, og skuldbundu sig jafnframt til að taka upp í innl...

Hafa heildaralþjóðaviðskipti einstakra landa aukist eða minnkað við inngöngu í ESB?

Almennt virðist reyndin vera sú að heildaralþjóðaviðskipti aðildarríkja Evrópusambandsins hafi aukist við inngöngu í sambandið. Sú var raunin í tilviki fjölmargra Mið- og Austur-Evrópulanda sem gengu í sambandið árið 2004. Hið sama má segja um mörg önnur aðildarríki, ef ekki öll. *** Það er merkilegt að áhr...

Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?

Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...

Innri markaðurinn

Innri markaður (e. internal market, single market) Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) grundvallast á reglunum um fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms), sem er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, launþega, þjónustu og fjármagns. Stofnun innri markaðarins átti sér l...

Er Lettland aðili að Evrópska efnahagssvæðinu?

Já, Lettland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, eins og öll önnur aðildarríki Evrópusambandsins, og hefur verið það síðan það gekk í sambandið árið 2004. Lettland er meðal þeirra fyrrum Sovétríkja sem hafa leitað nánari tengsla við Vesturlönd eftir að hafa endurheimt sjálfstæðið sitt á ný í upphafi tíunda áratu...

Nýaðferðartilskipanir

Svonefndar nýaðferðartilskipanir (e. New Approach Directives) skilgreina almennar og samræmdar grunnkröfur til öryggis og eiginleika sem tilteknir vöruflokkar þurfa að uppfylla ef heimila á markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Vöruflokkar sem heyra undir nýaðferðartilskipanir eru til dæmis leikföng, ...

Hver er munurinn á ESB og EES?

Evrópusambandið (ESB) er samstarfsvettvangur 28 ríkja sem hafa komið á fót sameiginlegum markaði, þar sem gilda samræmdar reglur, og samræmt stefnur sínar á fjölmörgum sviðum (allt frá sameiginlegri tollskrá til sameiginlegrar umhverfisstefnu). Evrópska efnahagssvæðið (EES) varð til með samningi milli Evrópusamban...

Getur fríverslunarsamningur milli Íslands og ESB komið í stað EES-samningsins?

Viðskiptatengsl Íslands og Evrópusambandsins grundvallast á fríverslunarsamningi, sem gerður var milli Íslands og Efnahagsbandalags Evrópu árið 1972, og EES-samningnum frá árinu 1994. Ef Ísland segði upp EES-samningnum mundi fríverslunarsamningurinn frá 1972 að öllum líkindum gilda áfram. Hann gæti þó ekki komið í...

Fjórfrelsið

Fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms) er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns og er grundvöllur innri markaðar ESB og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Fjórfrelsið felur í sér: Frjálsa vöruflutninga, það er frjáls viðskipti með vörur á innri markaðinum. ...

Hvaða áhrif gæti það haft á Ísland ef Tyrkland gengi í ESB?

Ef Tyrkland yrði aðili að ESB á næstunni en Ísland stæði utan við yrðu áhrifin af aðild Tyrkja einkum tengd innri markaðnum. Tyrkland er stórt og fjölmennt ríki og og ESB-aðild þess mundi fela í sér aukin viðskiptatækifæri fyrir Íslendinga. Breytingin yrði mest á sviði landbúnaðar þar sem fríverslunarsamningur um ...

Hvaða reglur gilda í Evrópusambandinu um notkun flugelda og sölu á þeim til almennings?

Reglur ESB um flugelda byggjast á tilskipun 2007/23/EB. Í tilskipuninni eru settar fram grunnkröfur til framleiðenda um öryggi sem flugeldavörur verða að uppfylla áður en þær eru settar á markað sem og aldurstakmörk fyrir sölu á flugeldavörum til neytenda. Þá fjallar tilskipunin um þá skyldu aðildarríkja að tryggj...

Mundi það þýða endalok ESB ef evrusamstarfið liðaðist í sundur - og þá sérstaklega í ljósi fjórfrelsisins?

Stutta svarið er nei – en málið er vitaskuld einnig svolítið flóknara. Myntbandalag Evrópu er rekið sem sérstakt stefnusvið innan Evrópusambandsins og er þannig lagað ekkert ósvipað öðrum stefnumálum þess, á borð við landbúnaðarstefnuna eða Schengen-landamærasamstarfið. Til að svara ofangreindri spurningu er einn...

Hvert er eðli EES-samningsins?

EES-samningurinn og ESB-sáttmálarnir hafa þá sérstöðu að vera algjörlega sérstaks eðlis (lat. sui generis). Með öðrum orðum: Ekki eru til neinir sambærilegir samningar. Eðli þeirra er því ekki hægt að skýra með samanburði við aðra samninga eða með almennum hugtökum sem notuð eru til að lýsa milliríkjasamningum (ei...

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?

Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Ísland skuldbundið til að taka upp í íslensk lög þann hluta í regluverki Evrópusambandsins sem lýtur að innri markaði sambandsins. Þetta gerist með ákveðnum hætti sem lýst er hér á eftir. Íslenska ríkið er skaðabótaskylt gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef það vanræ...

Leita aftur: