Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að hl�� �� a��ildarvi��r����um - 687 svör fundust
Niðurstöður

Stjórnmála- og öryggisnefndin

Stjórnmála- og öryggisnefnd Evrópusambandsins (e. Political and Security Committee, PSC) var komið á fót með ákvörðun ráðsins (2001/78/CFSP) árið 2001 í þeim tilgangi að fylgjast með ástandi alþjóðamála á þeim sviðum sem sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum tekur til. Nefndin hefur aðsetur í Brussel og ...

Alþjóðahafrannsóknaráðið

Alþjóðahafrannsóknaráðið (e. International Council for the Exploration of the Sea, ICES) er alþjóðleg vísindastofnun. Stofnunin er sú elsta sinnar tegundar en hún var stofnuð árið 1902 í Kaupmannahöfn. Aðildarríki ráðsins eru 20 talsins þar af 15 ESB-ríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland,...

Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB? - Myndband

Það gilda ekki sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggist á því að aðildarrí...

Úr hvaða sjóði ESB gæti íslensk björgunarsveit hugsanlega fengið styrk til að halda námskeið fyrir evrópskar björgunarsveitir á Íslandi?

Í fljótu bragði virðast geta verið tveir möguleikar í stöðunni: Almannavarnaáætlun ESB eða Grundtvig hluti menntaáætlunar ESB. Hvort verkefnið uppfylli hin nákvæmu skilyrði áætlananna verður ekki svarað í þessu stutta svari heldur vísað þangað sem nálgast má frekari upplýsingar. *** Það er rétt að styrkjaker...

Hver er launamunur kynjanna í Sviss?

Nýjustu tölur Hagstofu Sviss sem birtar voru í lok árs 2012 sýna að launamunur kynjanna í Sviss mældist 18,4% að meðaltali árið 2010. Þrátt fyrir að reglan um sömu laun fyrir sömu störf hafi verið stjórnarskrárbundin í Sviss síðan árið 1981 og jafnréttislög í gildi frá 1996 minnkar launamunur kynjanna einungis lít...

Eystrasaltsráðið

Eystrasaltsráðið (e. Council of the Baltic Sea States, CBSS) er samstarfsvettvangur ríkja sem eiga strönd að Eystrasalti, það er Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Rússlands, Þýskalands og Póllands. Ísland, Noregur og Evrópusambandið eiga þó einnig aðild að ráðinu. Ráðið heldur árlega...

Fyrir hvað stendur OECD og hver er tilgangur stofnunarinnar? - Myndband

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?

Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...

Hver er viðbótarkostnaður ESB-ríkjanna þegar þau fara með formennsku í ráðinu?

Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á að fara með formennsku í ráðinu á hálfs árs fresti. Formennska í ráðinu er nánar skilgreind í svari við spurningunni Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu? Aðildarríkin ákveða sjálf hversu miklum fjármunum þau eyða í sinni formennskutíð. Kostnaðurinn er því br...

Hvert er hlutverk Catherine Ashton innan ESB?

Catherine Ashton gegnir hlutverki æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy, HR). Hún er þess vegna eins konar utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Embættið var fyrst kynnt til sögunnar í Amsterdam-sáttmálanum árið 199...

Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB?

Þjóðaratkvæðagreiðslur um aðild að Evrópusambandinu hafa verið haldnar í 15 aðildarríkjum af 28. Aðild hefur einnig farið í þjóðaratkvæði í Bretlandi, Grænlandi, Álandseyjum og Noregi (í tvígang). Ekki voru haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur í stofnríkjunum sex né í Grikklandi, Spáni, Portúgal, Kýpur, Búlgaríu og Rúme...

Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera? - Myndband

Viðmið ESB um hve bognar gúrkur megi vera eru ekki lengur til og sambærileg viðmið um banana hafa aldrei verið til. - Árið 2009 var felld úr gildi reglugerð Evrópusambandsins um sértæka gæðastaðla fyrir gúrkur. Á meðal þess sem hún kvað á um var hversu bognar gúrkur mættu vera hið mesta til þess að flokkast sem gú...

Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?

Hlutverk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) eru skilgreind í 17. grein sáttmálans um Evrópusambandið. Í fyrsta lagi er hún handhafi framkvæmdavalds. Ekki síst á sviði samkeppnismála geta ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar haft víðtæk áhrif en hún getur meðal annars komið í veg fyrir samruna...

Hvernig er samskiptum ESB og Kína hagað?

Samskipti ESB og Kína byggja á viðskipta- og samstarfssamningi frá árinu 1985. Framan af var megináhersla lögð á viðskiptasamstarf en í seinni tíð hafa mennta- og menningarmál, umhverfismál, mannréttindamál sem og utanríkis- og öryggismál orðið stærri hluti af samstarfinu. Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili...

Ættu Íslendingar að taka upp evruna?

Þessari spurningu verður hver og einn að svara fyrir sig. Ástæðan er sú að valið milli þess að taka upp evru eða halda í krónuna veltur að miklu leyti á áhættufælni einstaklinga á þeim tíma sem þeir spyrja sjálfa sig hvort vænlegra sé að taka upp evru eða halda krónunni. Hagfræðin mun ekki gefa afgerandi svar við ...

Leita aftur: