Spurning

Fyrir hvað stendur OECD og hver er tilgangur stofnunarinnar? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin.

Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta Marshall-aðstoð eftir seinni heimsstyrjöldina.

Árið 1961 var stofnuninni breytt í OECD og fékk þá heitið Efnahags- og framfarastofnunin og náði þá ekki lengur einungis til ríkja Evrópu. Stofnríki voru 20 talsins og þar af einungis 2 utan Evrópu, það er Bandaríkin og Kanada.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um Efnahags- og framfarastofnunina í svari Ívars Daða Þorvaldssonar og Þorvarðs Kjerulfs Sigurjónssonar við spurningunni Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur12.7.2013

Flokkun:

Evrópumál > Myndbönd

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Fyrir hvað stendur OECD og hver er tilgangur stofnunarinnar? - Myndband“. Evrópuvefurinn 12.7.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65529. (Skoðað 17.6.2024).

Höfundur

Ívar Daði ÞorvaldssonM.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Við þetta svar er engin athugasemd Fela