Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?
Spyrjandi
Jón Haukur Sigtryggsson
Svar
OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta Marshall-aðstoð eftir seinni heimsstyrjöldina. Í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld? kemur eftirfarandi fram:Marshallaðstoðin er kennd við þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George C. Marshall. Í ræðu sem hann hélt 5. júní 1947 bauð hann öllum Evrópuríkjum upp á aðstoð Bandaríkjanna við enduruppbyggingu eftir seinni heimsstyrjöldina. Um var að ræða umtalsverða fjárhagsaðstoð sem að einhverju leyti yrði í lánsformi, en langmest í formi styrkja sem næðu yfir fjögur ár.Árið 1961 var stofnuninni breytt í OECD og fékk þá heitið Efnahags- og framfarastofnunin og náði þá ekki lengur einungis til ríkja Evrópu. Stofnríki voru 20 talsins og þar af einungis 2 utan Evrópu, það er Bandaríkin og Kanada. Stofnríkin voru þessi:
Austurríki | Frakkland | Ítalía | Spánn |
Bandaríkin | Grikkland | Kanada | Sviss |
Belgía | Holland | Lúxemborg | Svíþjóð |
Bretland | Írland | Noregur | Tyrkland |
Danmörk | Ísland | Portúgal | Þýskaland |
Ríki: | Innganga: | Ríki: | Innganga: |
Japan | 28. apríl 1964 | Pólland | 22. nóvember 1996 |
Finnland | 28. janúar 1969 | Suður-Kórea | 12. desember 1996 |
Ástralía | 7. júní 1971 | Slóvakía | 14. desember 2000 |
Nýja-Sjáland | 29. maí 1973 | Síle | 7. maí 2010 |
Mexíkó | 18. maí 1994 | Slóvenía | 21. júlí 2010 |
Tékkland | 21. desember 1995 | Ísrael | 7. september 2010 |
Ungverjaland | 7. maí 1996 | Eistland | 9. desember 2010 |
![]() |
- Members and Partners - OECD.org. (Skoðað 26.7.2012).
- About OECD - OECD.org. (Skoðað 26.7.2012).
- Organisation for Economic Co-operation and Development - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 26.7.2012).
- Efnahags- og framfarastofnunin - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Skoðað 26.7.2012).
- Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) | Alþjóðastofnanir | Utanríkisráðuneyti. (Skoðað 26.7.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur30.7.2012
Efnisorð
OECD Organization for Economic Co-operation and Development Efnahags- og framfararstofnun OEEC Marshall-aðstoð stofnríki ríki samstarf markmið stefnumótun samanburður
Tilvísun
Ívar Daði Þorvaldsson og Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?“. Evrópuvefurinn 30.7.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=29345. (Skoðað 12.2.2025).
Höfundar
Ívar Daði ÞorvaldssonM.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður VísindavefsinsÞorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?
- Hvernig eru tölur um stuðning við íslenskan landbúnað samanborið við ESB?
- Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?
- Er Seðlabanki Evrópu einkabanki?
- Hvenær var Evrópusambandið stofnað og hvaða lönd eru í því núna?
- Hvað er Genfarsáttmálinn?