Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?
Spyrjandi
Jóhanna Elíasdóttir
Svar
Vextir innan Evrópusambandsins eru mjög mismunandi, sérstaklega ef horft er bæði á vexti til neytenda og fyrirtækja. Þar hefur ekki aðeins áhrif hvort viðkomandi land notist við evruna eða ekki heldur einnig hversu þróað bankakerfið er í viðkomandi landi.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 5.1.2012
Flokkun:
Efnisorð
vextir vaxtamunur evra bankakerfi ríkisskuldabréf Maastricht-skilyrði evrusvæðið verðbólga Eurostat OECD langtímavextir gengi gengisbreytingar myntsamstarf lánsfjárbóla eignabóla skatttekjur opinber útgjöld fjárfestar fjármagnsflótti
Tilvísun
Ólafur Margeirsson. „Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?“. Evrópuvefurinn 5.1.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60990. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Ólafur Margeirssondoktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi
Prenta
Senda
Hvaða vextir eru þetta fyrir Ísland í grafinu? Eru þeir ekki full lágir? Er verið að nota verðtryggða vexti (HFF) eða RIKB og þá hvað langa? Bara að spá til að kanna hvort nokkuð sé verið að bera saman epli og appelsínur?
Jú, þeir eru undarlega lágir, að minnsta kosti sé miðað við kröfu á (óverðtryggðum) ríkisbréfum (RIKB) í dag. Hins vegar eru þeir hærri en vextirnir í dag á bréfum Íbúðalánasjóðs (HFF bréf). Sjá má vaxtakröfu þeirra til dæmis á www.keldan.is. Þannig eru vextir ríkisskuldabréfa sem eru á gjalddaga árið 2022 sem stendur í kringum 6,6% en ekki undir 4% eins og kemur fram á grafinu.
Mér er ekki ljóst af hverju þessi munur stafar. Eurostat safnar ekki gögnum yfir Maastricht-vexti á Íslandi á sama hátt og fyrir önnur lönd. Þar sem munurinn á þeim vöxtum og langtímavöxtum sem OECD birtir var í mörgum tilvikum enginn þá ákvað ég að nota gögn OECD fyrir Ísland með gögnum yfir Maastricht-vexti sem Eurostat gefur út, jafnvel þótt endirinn á OECD tímaröðinni sé undarlegur. Ég veit ekki hvaða ríkisskuldabréf OECD notar fyrir "langtímavexti" og því treysti ég mér einfaldlega ekki til þess að "leiðrétta" tímaröðina á þeim tíma sem ég undirbjó svarið. Sé eftirspurn eftir slíku skal ég glaður útbúa annað svar þar sem sýndir væru vextir á 10 ára ríkisskuldabréfum, eða þar um bil, eins langt aftur í tímann og gögn Seðlabanka Íslands ná. Það mætti svo bera saman við Maastricht-vextina í öðrum löndum. Vaxtarunan fyrir Ísland er sem sagt undarleg. Fyrir árið 2010 er vafalaust verið að nota óverðtryggða vexti á ríkisskuldabréfum en síðan 2011 eru vextirnir ótrúlega lágir miðað við þá vaxtakröfu sem verið hefur á markaði fyrir óverðtryggð ríkisskuldabréf. Hún er þó hærri en á verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs.