Hver er launamunur kynjanna í Sviss?
Spyrjandi
Ívar Daði Þorvaldsson
Svar
Nýjustu tölur Hagstofu Sviss sem birtar voru í lok árs 2012 sýna að launamunur kynjanna í Sviss mældist 18,4% að meðaltali árið 2010. Þrátt fyrir að reglan um sömu laun fyrir sömu störf hafi verið stjórnarskrárbundin í Sviss síðan árið 1981 og jafnréttislög í gildi frá 1996 minnkar launamunur kynjanna einungis lítillega milli ára. Árið 2000 var launamunur kynjanna til að mynda 21% í Sviss. Tíu árum síðar var munurinn rúmlega 18%. Með slíku áframhaldi er talið að um 66 ár muni líða þar til konur í Sviss fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar.- Statistique suisse - Communiqués de presse. (Skoðað 15.7.2013).
- SGB USS - Égalité des salaires: qu´on accélère une bonne fois ! (Skoðað 17.7.2013).
- SBG USS - Combattres les inégalités salariales avec des salaires minimums et des contrôles. (Skoðað 17.7.2013).
- 20 minutes - Une femme gagne 677 fr. de moins qu´un homme - News. (Skoðað 17.7.2013).
- DSC_0012 | Flickr - Photo Sharing! Myndrétthafi er SGB / USS. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 19.7.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur19.7.2013
Flokkun:
Efnisorð
launamunur kynjanna Sviss konur stjórnarskrá jafnréttislög Hagstofa Sviss láglaunastörf hálaunastörf Verkalýðsfélag jafnlaunadagur
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hver er launamunur kynjanna í Sviss?“. Evrópuvefurinn 19.7.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65554. (Skoðað 14.9.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum