Spurning
Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?
Spyrjandi
Sólrún Stefánsdóttir
Svar
Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ríkið United Kingdom eða United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland sem hefur verið þýtt sem Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretland og Norður–Írland. Það kann að vera ruglandi að hluti af svæðunum sem tilheyra Bretlandi hafa endinguna „land“. Þessi svæði eru hins vegar ekki sjálfstæð ríki nú á dögum og þar með ekki lönd í þeim skilningi sem lögð er í það orð í þessu svari. Bretland er því eitt land. Hvaða lönd tilheyra Bretlandi? Heimildir og kort:- Íslensk orðabók. Reykjavík, Edda, 2007
- Ensk-íslensk orðabók. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1984.
- The Difference between the U.K., Great Britain, England, and the British Isles á InfoPlease. Skoðað 16. 7. 2008.
- United Kingdom á Encarta. Skoðað 16. 7. 2008.
- Yfirlitsmynd: Picryl. https://picryl.com/media/flag-england-united-kingdom-147ad9
- Kort: United Kingdom labeled map9.png. Wikimedia Commons. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:United_Kingdom_labeled_map9.png
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur15.8.2008
Efnisorð
Bretland Stóra Bretland Bretlandseyjar England Wales Skotland
Tilvísun
EDS. „Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?“. Evrópuvefurinn 15.8.2008. http://evropuvefur.is/svar.php?id=47543. (Skoðað 29.1.2026).
Höfundur
EDSlandfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela



