Spurning
Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?
Spyrjandi
Sólrún Stefánsdóttir, f. 1994
Svar
Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ríkið United Kingdom eða United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland sem hefur verið þýtt sem Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretland og Norður–Írland. Það kann að vera ruglandi að hluti af svæðunum sem tilheyra Bretlandi hafa endinguna „land“. Þessi svæði eru hins vegar ekki sjálfstæð ríki nú á dögum og þar með ekki lönd í þeim skilningi sem lögð er í það orð í þessu svari. Bretland er því eitt land. Hvaða lönd tilheyra Bretlandi? Heimildir og kort:- Íslensk orðabók. Reykjavík, Edda, 2007
- Ensk-íslensk orðabók. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1984.
- The Difference between the U.K., Great Britain, England, and the British Isles á InfoPlease. Skoðað 16. 7. 2008.
- United Kingdom á Encarta. Skoðað 16. 7. 2008.
- Kort: Grunnkort sótt á Woodlands Junior School 16. 7. 2008. Íslensk heiti sett inn af ritstjórn Vísindavefsins.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur15.8.2008
Efnisorð
Bretland Stóra Bretland Bretlandseyjar England Wales Skotland
Tilvísun
EDS. „Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?“. Evrópuvefurinn 15.8.2008. http://evropuvefur.is/svar.php?id=47543. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
EDSlandfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela