Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að hl�� �� a��ildarvi��r����um - 687 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig bregst ESB við ef ráðist er á eitt ríki í sambandinu, fara þá öll ríkin í stríð?

Evrópusambandið er ekki hernaðarbandalag og fela sáttmálar þess ekki í sér sameiginlega varnarskuldbindingu álíka og 5. grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Aðildarríki Evrópusambandsins eru því ekki skyldug til að fara í stríð ef ráðist er á eitt aðildarríki...

Alþjóðadómstóllinn í Haag

Alþjóðadómstóllinn (International Court of Justice, ICJ) var stofnaður árið 1945 á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf í apríl 1946. Aðsetur dómstólsins er í Haag í Hollandi og er hann eina stofnunin af mikilvægustu stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem ekki er staðsett í New York í Bandaríkjunum. ...

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

Getur almenningur einhvers staðar fylgst með samningaferlinu við Evrópusambandið?

Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, viðræður.is, er að finna margvíslegan fróðleik tengdan samningaferlinu. Á meðal þess efnis sem þar ber hæst eru: Formleg gögn eins og umsókn Íslands og álit meiri hluta utanríkismálanefndar Alþingis á umsókninni. Ýmis gögn Evrópusamban...

Hvaða borgaralegu réttindi eru í húfi vegna hugsanlegrar inngöngu í ESB?

Hér fyrir neðan er seinni hluti svarsins við spurningunni Getur verið að umræðan um ESB hafi það markmið að ræna Íslendinga borgaralegum réttindum og gera þá að þegnum í hinu nýja heimsveldi? Við mælum með því að lesendur lesi fyrri hlutann fyrst. *** Stundum er sagt að ESB sé ekki lýðræðislegt samband heldu...

Sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum

Sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. Common Foreign and Security Policy, CFSP) var komið á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1993. Hún myndaði upprunalega aðra stoðina í stoðaskipulaginu þangað til það var afnumið með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Sameiginlega st...

Af hverju eru ekki allar þjóðir innan ESB með evru sem gjaldmiðil?

Ellefu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins eru ekki hluti af evrusamstarfinu eða evruhópnum, eins og evruríkin eru oft nefnd. Tvö þeirra hafa varanlega undanþágu frá upptöku evru en hin níu eru skuldbundin til upptökunnar. Þau eru þó mislangt á veg komin með að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku hins sameiginlega ...

Hver er afstaða ESB til kjarnorkuvopna og hvaða aðildarríki ESB eiga kjarnorkuvopn?

Evrópusambandið hefur ekki mótað heildstæða stefnu um kjarnorkuvopn þar sem afstaða aðildarríkjanna er mjög mismunandi. Sum aðildarríki treysta á kjarnorkuvopn til að tryggja öryggi sitt á meðan önnur telja kjarnorkuvopn ógna öryggi. Þau ESB-ríki sem einnig eru aðilar að NATO samþykkja að einhverju leyti jákvætt h...

Hvaða evruríki uppfylla Maastricht-skilyrðin?

Ekkert evruríkjanna 17 uppfyllti öll Maastricht-skilyrðin árið 2011, þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar þáverandi utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í febrúar 2013. Níu ríki uppfylltu skilyrðið um verðstöðugleika og ellefu ríki uppfylltu skilyrðið um vexti. Ívið færri uppfylltu Maastricht- s...

Hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru, fyrir utan að gjaldmiðillinn breyttist?

Spurningunni um hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru og gerðist aðili að Efnahags- og myntbandalaginu er ómögulegt að svara á tæmandi hátt í stuttu svari. Ætla má að upptaka evru hefði margvísleg áhrif á efnahagslífið sem jafnframt gætu haft víxlverkandi áhrif á tiltekna þætti efnahagslífsins. Endanlegt svar ...

Seðlabanki Evrópu

Seðlabanki Evrópu (e. European Central Bank, ECB) hóf formlega störf 1. janúar 1999 þegar þriðja stigi Efnahags- og myntbandalagsins (e. Economic and Monetary Union, EMU) var hrundið í framkvæmd og gengi gjaldmiðla tilvonandi evruríkja var endanlega fest. Helsta hlutverk Seðlabanka Evrópu er að fara með stjórn ...

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

Er viturlegt að fjárfesta í evrum?

Spurningu eins og þessari verður að sjálfsögðu ekki svarað með já-i eða nei-i. Svarið fer meðal annars eftir markmiðum fjárfestisins, aðstæðum hans og kunnáttu. Þegar fjárfestingin er veruleg er fólki eindregið ráðlagt að fylgjast vel með gangi mála kringum þann miðil sem valinn er. *** Sá sem ætlar að leggj...

Mun áfengisverð lækka ef við göngum í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess. Núgildandi íslenskar reglur um álögur á áfengi eru í samræmi við reglur Evrópusambandsins og mundi áfengisverð því ekki lækka af þeim sökum. Þá eru allar líkur taldar á því að Ísland gæti samið um að viðhalda ríkiseinkasölu á áfengi, á grundvelli fordæma sem gefin voru í aðildarvið...

Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu?

Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á að fara með formennsku í ráðinu í sex mánuði í senn. Samkvæmt ákvæði 16(9) sáttmálans um Evrópusambandið, í samræmi við 236. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, fara fulltrúar aðildarríkjanna í ráðinu með formennsku í samsetningum ráðsins til skiptis, að undans...

Leita aftur: