Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að forseti lei��togar����s - 81 svör fundust
Niðurstöður

Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?

Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...

Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu?

Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á að fara með formennsku í ráðinu í sex mánuði í senn. Samkvæmt ákvæði 16(9) sáttmálans um Evrópusambandið, í samræmi við 236. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, fara fulltrúar aðildarríkjanna í ráðinu með formennsku í samsetningum ráðsins til skiptis, að undans...

Almenni dómstóllinn

Almenni dómstóllinn (e. General Court, EGC) tilheyrir Dómstól Evrópusambandsins og hefur aðsetur í Lúxemborg. Dómstólnum var komið á fót árið 1989 og hét hann þá fyrsta stigs dómstóllinn (e. Court of First Instance) en skipti um nafn við gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Tuttugu og átta dómarar sitja v...

Er ekkert mál fyrir okkur að draga aðildarumsóknina til baka? Hvað þurfum við þá að gera?

Eins og fjallað er um í svari Evrópuvefsins við spurningunni Var gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og ESB eða var þeim slitið? hefur verið gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort draga eigi aðildarumsóknina til baka þegar þetta er skrifað í...

Stendur til að hætta með Erasmus-styrki?

Í stuttu máli er svarið nei, það stendur ekki til að hætta með Erasmus-styrki. Aftur á móti er komin upp sú staða að fjárlög Evrópusambandsins fyrir árið 2012 duga ekki til að veita evrópskum landsskrifstofum framlög fyrir öllum útlögðum kostnaði á samstarfsverkefnum á borð við þau sem falla undir Menntaáætlun ESB...

Hvernig beitir ESB sér í refsiaðgerðum gegn Íran vegna meintra tilrauna þarlendra stjórnvalda til að koma upp kjarnorkuvopnum?

Undanfarin ár hefur Evrópusambandið beitt æ harðari refsiaðgerðum gegn Íran. Sambandið beitir alla jafna refsiaðgerðum á grundvelli ályktana sem samþykktar hafa verið á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Evrópusambandið getur þó einnig ákveðið að beita frekari refsiaðgerðum á grundvelli sameiginlegu stefnun...

Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?

Evrópusambandið hefur gripið til tvenns konar aðgerða í kjölfar yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu. Annars vegar aðgerðir til að létta undir með þeim ríkjum sem eiga í mestum skuldavanda, svokallaðar björgunaraðgerðir. Lítillega hefur verið fjallað um þær aðgerðir á þessum vef, meðal annars í svari við spurn...

Hvað eru mörg konungdæmi í Evrópu?

Í Evrópu eru 12 konungdæmi. Þau eru Andorra, Belgía, Bretland, Danmörk, Holland, Liechtenstein, Lúxemborg, Mónakó, Noregur, Spánn, Svíþjóð og Vatíkanið. Í flestum löndunum ber þjóðhöfðinginn titilinn konungur eða drottning, í Lúxemborg nefnist hann stórhertogi, fursti í Mónakó, Liechtenstein og Andorra og svo páfi...

Hvernig er samskiptum ESB og Rússlands háttað?

Samskipti Rússlands og Evrópusambandsins grundvallast á samstarfssamningi frá árinu 1997. Hann hefur það að markmiði að efla viðskipti og stuðla almennt að farsælu sambandi milli Rússlands og ESB. Sambandið var eflt árið 2003 með stofnun fjögurra svonefndra sameiginlegra svæða. Leiðtogar Rússlands og ESB halda fun...

Hvaða áhrif gæti það haft á Ísland ef Tyrkland gengi í ESB?

Ef Tyrkland yrði aðili að ESB á næstunni en Ísland stæði utan við yrðu áhrifin af aðild Tyrkja einkum tengd innri markaðnum. Tyrkland er stórt og fjölmennt ríki og og ESB-aðild þess mundi fela í sér aukin viðskiptatækifæri fyrir Íslendinga. Breytingin yrði mest á sviði landbúnaðar þar sem fríverslunarsamningur um ...

Hversu hátt hlutfall af lögum aðildarríkja kemur frá ESB?

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Evrópusambandsins á löggjöf í aðildarríkjunum. Niðurstöður slíkra rannsókna er hins vegar erfitt að bera saman þar sem ólíkar forsendur liggja þeim iðulega til grundvallar. Í fyrsta lagi eru áhrif ESB skilgreind á mismunandi hátt. Í flestum tilfellum er orðið aðeins not...

Hvar eru höfuðstöðvar Evrópusambandsins?

Evrópusambandið sjálft á sér ekki einar höfuðstöðvar. Sérhver stofnun sambandsins hefur aðsetur á ákveðnum stað og er staðsetningin tilgreind í bókun 6 við Sáttmálann um starfshætti Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálann). Evrópuþingið (European Parliament) hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi og kemur þar s...

Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?

Hlutverk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) eru skilgreind í 17. grein sáttmálans um Evrópusambandið. Í fyrsta lagi er hún handhafi framkvæmdavalds. Ekki síst á sviði samkeppnismála geta ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar haft víðtæk áhrif en hún getur meðal annars komið í veg fyrir samruna...

Meðalgöngustefna

Meðalgöngustefna (e. application to intervene) er réttarfarsúrræði sem heimilar aðila að ganga inn í mál annarra ef úrslit þess skipta hann máli að lögum. Í svonefndu Icesave-máli eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum gerði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að mynda kröfu um að hafa meðal...

Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?

Ef íslensk stjórnvöld ákveða að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, eða gera ótímabundið hlé á viðræðunum, mun staða Íslands vera óbreytt frá því sem nú er. EES-samningurinn héldi gildi sínu og yrði áfram helsta stoðin í samskiptum Íslands við Evrópusambandið en með honum hefur Ísland aðgang ...

  • Síða nr. 1 2 3 4 5

Leita aftur: