Spurning
Er ekki sanngjarnt að helmingur styrks frá ESB til að kynna sig á Íslandi renni til andstæðinga ESB-aðildar, eða að íslenska ríkið veiti þeim jafnháa fjárhæð, 5,0 milljarða króna á ári?
Spyrjandi
Magnús Axelsson
Svar
Evrópusambandið áætlar að verja 1,4 milljónum evra í kynningarmál hér á landi yfir tveggja ára tímabil, eða rúmum 230 milljónum íslenskra króna á genginu í ágúst 2011. Umsjón verkefnisins var boðin út haustið 2010 og þann 11. ágúst 2011 var tilkynnt að samið hefði verið um verkið við fyrirtækin Media Consulta International og Athygli almannatengsl. Gert er ráð fyrir að upplýsingaskrifstofa á þeirra vegum opni í byrjun árs 2012, undir heitinu Evrópustofa - Upplýsingamiðstöð ESB. Þá úthlutaði Alþingi Evrópuvaktinni, Heimssýn og Já Ísland styrkjum að upphæð 27 milljónir króna þann 1. september 2011. Styrkjunum ber að renna til verkefna sem stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið, stefnu þess og áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands að sambandinu. Alþingi hafði áður veitt Evrópuvefnum tólf milljónir króna til loka árs 2011. Loks má geta þess að Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (Instrument for Pre-Accession Assistance) en sá stuðningur snýr ekki að kynningarmálum heldur stjórnsýslu umsóknarríkis.- B & S Europe, Premisa d.o.o. og InWentw
- College of Europe og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík
- Congress Service Center, Albany Associates, M.C. Triton og AP almannatengsl
- ECORYS, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Góð samskipti
- EIR Development Partners, KOM, Pomilio Blumm og European Movement Latvia
- INTRASOFT og HCL Consultants Ltd.
- Media Consulta International og Athygli almannatengsl
- SAFEGE, European Service Network, Aspect Relations Publiques og Cecoforma
- Heimasíða Alþingis: Úthlutun styrkja til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið
- Fréttablaðið 11. ágúst 2011: Athygli kynnir ESB á Íslandi
- Fréttablaðið 25. febrúar 2011: Háskólar dottnir úr kynningu ESB
- Tilkynning frá Alþingi um styrki til að stuðla að umræðu og fræðslu um Evrópusambandið
- Fréttablaðið 11. janúar 2011: Háskólarnir ættu að tryggja hlutdrægnina
- Mynd sótt 5. júlí 2011 af heimasíðu Evrópusambandsins
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 5.7.2011
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Er ekki sanngjarnt að helmingur styrks frá ESB til að kynna sig á Íslandi renni til andstæðinga ESB-aðildar, eða að íslenska ríkið veiti þeim jafnháa fjárhæð, 5,0 milljarða króna á ári?“. Evrópuvefurinn 5.7.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60095. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela