Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að almenn lagasetningarme��fer�� - 129 svör fundust
Niðurstöður

Samvinna Evrópu og Miðjarðarhafslanda

Samvinna Evrópu og Miðjarðarhafslanda (e. Union for the Mediterranean) er samstarfsvettvangur 43 ríkja; Evrópusambandsríkjanna 28 og 15 ríkja í Norður-Afríku, Miðausturlöndum og Balkanskaganum. Þessi ríki eru: Albanía Máritanía Alsír Mónakó Bosnía og Hersegóvína Hernumdu svæðin í Palestínu ...

Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, (e. United Nations, UN) voru stofnaðar í kjölfar loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður í San Francisco þann 26. júní árið 1945 og gekk í gildi 24. október sama ár. Markmið Sameinuðu þjóðanna eru: að varðveita heimsfrið og öryggi, að efla vi...

Hvert er hlutfall kvendómara við Mannréttindadómstól Evrópu?

Fjörutíu og sjö dómarar sitja við Mannréttindadómstól Evrópu þar sem sérhvert aðildarríki Evrópuráðsins skipar eina dómarastöðu við dómstólinn. Aðildarríkin tilnefna þrjá frambjóðendur í sitt sæti og þurfa að uppfylla þá kröfu að dómaraefnin séu af báðum kynjum. Kosning dómara fer fram á þingi Evrópuráðsins þar se...

Allsherjarþing SÞ

Allsherjarþingið (e. General Assembly) er ein af helstu stofnunum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Öll ríki SÞ eru aðilar að allsherjarþinginu og auk þess hafa Palestína og Vatíkanið þar áheyrnarfulltrúa. Allsherjarþingið kemur saman einu sinni á ári. Þingið hefst þriðja þriðjudag í september og stendur fram í desember...

Hefur ESB krafið Ísland um aðlögun að regluverki sambandsins á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar?

ESB hefur sett fram kröfur um að íslensk stjórnvöld leggi fram áætlun um innleiðingu á lögum og reglum ESB á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar. Deilt er um hvort þessar kröfur feli í raun í sér kröfur um aukna aðlögun að regluverki ESB, áður en aðild hefur verið samþykkt. Sambandið gerði kröfur sínar kunnar í...

Yrðu einhverjar breytingar á íslenska kvótakerfinu við inngöngu í ESB?

Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins sú að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í E...

Hversu margir íslenskir embættismenn starfa á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-samninginn? Hver yrði heildarfjölgun starfsmanna, ef Ísland gengi í ESB?

Stór hluti af vinnu íslenskrar stjórnsýslu tengist innleiðingu og framkvæmd á Evrópulöggjöf í gegnum aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Það má því segja að flestir embættismenn og starfsmenn íslenskra ráðuneyta og stjórnsýslunnar starfi að meira eða minna leyti á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-sam...

Hvernig er byggðastefna ESB framkvæmd?

Byggðastefnu Evrópusambandsins (e. Regional Policy) er ætlað að auka jafnvægi milli svæða og efla efnahagslega og félagslega samheldni innan sambandsins (174. gr. sáttmálans um starfshætti ESB). Byggðastefnan er framkvæmd með styrkjum úr uppbyggingarsjóðum sambandsins (e. Structural Funds) sem eiga meðal annars að...

Hvað breytist varðandi réttindi á vinnumarkaði með inngöngu í ESB?

Regluverk Evrópusambandsins sem snýr að réttindum á vinnumarkaði byggist á grundvallarreglunni um frjálsa för launþega og samvinnu aðildarríkjanna í félags- og atvinnumálum. Þær reglur sem gilda um frjálsa för launafólks hafa þegar verið innleiddar í íslenska löggjöf á grundvelli EES-samningsins. Jafnframt hefur m...

Hvort er Ísland í aðlögunar- eða viðræðuferli við ESB?

Evrópusambandið getur farið fram á að umsóknarríki komi til móts við ákveðin viðmið (e. benchmarks) áður en viðræður um tiltekinn samningskafla hefjast eða þeim lýkur. Í því getur falist aðlögun að regluverki sambandsins. Of snemmt er að segja til um hvort sambandið muni krefja Ísland um aðlögun að regluverki ESB ...

Hvaða lönd teljast til Evrópu?

Þessu er ekki eins auðvelt að svara og ætla mætti, jafnvel þótt við reynum ekki að gera það í eitt skipti fyrir öll. Bæði myndast ný ríki öðru hverju og eins kemur fyrir að ríki sameinast. Auk þess eru sum ríki á gráu svæði við jaðar Evrópu eða þá að landsvæði þeirra telst til tveggja heimsálfa, ýmist þannig að hö...

Barentsráðið

Barentsráðið (e. Barents Euro-Arctic Council, BEAC) er vettvangur milliríkjasamstarfs um sameiginleg hagsmunamál Barentssvæðisins, þéttbýlasta svæðis á norðurslóðum með um 6 milljónir íbúa. Það var stofnað 11. janúar 1993 með Kirkenes-yfirlýsingunni. Meginmarkmið Barentsráðsins er að stuðla að sjálfbærri, efnahags...

Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?

Verðbólga hefur ýmiss konar áhrif á þá sem taka lán til húsnæðiskaupa. Langtímalán vegna húsnæðiskaupa eru undantekningalítið verðtryggð á Íslandi. Því hefur verðbólga bein áhrif á þann fjölda króna sem greiða þarf í afborganir og vexti af húsnæðislánum í mánuði hverjum. Húsnæðislán eru verðtryggð miðað við vísitö...

Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Ei...

Hvernig er gjaldmiðli í ESB-ríki skipt út fyrir evru?

Að skipta út gjaldmiðli fyrir evru er stórt verkefni sem krefst mikils undirbúnings og tæknilegra aðgerða. Til að mynda þarf að tryggja að almenningur sé vel upplýstur um hvernig staðið verði að gjaldmiðilsskiptum í viðkomandi ESB-ríki, bankar og fyrirtæki þurfa að aðlaga tölvukerfi sín og bókhald í samræmi við ný...

Leita aftur: