Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ESB%20a%EF%BF%BD%EF%BF%BDild - 618 svör fundust
Niðurstöður

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í júlí 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör júlímánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins? Er það rétt að Evrópusambandið standi í ve...

Er til EES-reglugerð um hámarksvatnsmagn í beikoni?

Nei, það er ekki til EES-reglugerð um hámarksvatnsmagn í beikoni. Það er á hinn bóginn til íslensk reglugerð sem segir til um hversu miklu vatni er leyfilegt að bæta í kjötvörur án þess að þess þurfi að geta sérstaklega í nafni vörunnar að hún sé vatnsbætt. Reglugerð með svipuðu ákvæði var samþykkt í Evrópusamband...

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

Stenst það 65. gr. stjórnarskrárinnar að sum fyrirtæki fái skattaafslátt umfram önnur?

65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Þe...

Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?

Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...

Hvernig mun verð á nýjum bílum breytast ef Ísland verður hluti af Evrópusambandinu?

Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu mun verð á bílum líklega hækka um nálægt 5% að meðaltali. Stórir bílar, jeppar og pallbílar, sem notið hafa vinsælda á Íslandi, eru einkum fluttir inn frá Asíu og Bandaríkjunum og mundu því bera 10% toll eftir aðild. Flestir litlir bílar eru hins vegar fluttir inn frá aði...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í júní 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB? Hvaða aðildarríki ESB héldu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB? Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið haf...

Ef Ísland gengur í ESB og tekur upp evru verða þá verð á fatnaði nákvæmlega þau sömu hér og í öðrum evruríkjum?

Stutta svarið er varla. Þótt ekki sé útilokað að verð á fatnaði yrðu í einhverjum tilfellum þau sömu hér og á meginlandi Evrópu, ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru, yrði það frekar undantekning en regla. Aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu gæti haft margvísleg áhrif á efnahag landsins...

Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?

Verðbólga hefur ýmiss konar áhrif á þá sem taka lán til húsnæðiskaupa. Langtímalán vegna húsnæðiskaupa eru undantekningalítið verðtryggð á Íslandi. Því hefur verðbólga bein áhrif á þann fjölda króna sem greiða þarf í afborganir og vexti af húsnæðislánum í mánuði hverjum. Húsnæðislán eru verðtryggð miðað við vísitö...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í september 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör septembermánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Í reglum ESB um aðild nýrra ríkja stendur feitletrað að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins heldur sé aðeins verið að fara yfir hvernig og hvenær umsóknarríkið muni aðlaga sig að reglum samban...

Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB?

Já, einstaklingar yngri en 18 ára mættu vinna ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Sem aðili að EES-samningnum hefur Ísland þegar tekið upp í íslenskan rétt afleiddar gerðir Evrópusambandsins á sviði vinnumála, þeirra á meðal tilskipun sambandsins um vinnuvernd ungmenna. Í henni eru gerðar lágmarkskröfur til aðildar...

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

Samræmist það evrópskum lögum að veita bara finnskum stúdentum afslátt á lestarmiðum í Finnlandi en ekki stúdentum frá öðrum ESB-löndum?

Ef evrópsku stúdentarnir sem um ræðir í spurningunni búa í Finnlandi og stunda nám sitt við finnskan háskóla hafa þeir sama rétt og finnskir stúdentar til að fá afslátt á lestarmiðum í Finnlandi. Ef stúdentarnir stunda hins vegar nám sitt annars staðar en í Finnlandi og eru ekki búsettir þar, hafa þeir ekki sama r...

Hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn í viðræðunum við ESB?

Markmið Íslands varðandi heimskautarefinn, í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, er að hann verði undanþeginn friðun og að hér verði áfram heimilt að setja reglur um stjórnun nýtingar og veiða á dýrum úr íslenskum stofnum heimskautarefsins. Samningskaflinn um umhverfismál, sem reglur sambandsins um verndun vill...

Er það rétt að Evrópusambandið banni börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?

Svarið við þessari spurningu er nei. Evrópusambandið hefur ekki sett neinar reglur sem banna börnum að leika sér með leikföng. Sambandið hefur hins vegar samræmt reglur aðildarríkjanna um öryggiskröfur sem leikföng í verslunum verða að uppfylla. Þessar reglur gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, þar með einnig á...

Leita aftur: