Hvernig mun verð á nýjum bílum breytast ef Ísland verður hluti af Evrópusambandinu?
Spyrjandi
Haraldur Ólafsson
Svar
Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu mun verð á bílum líklega hækka um nálægt 5% að meðaltali. Stórir bílar, jeppar og pallbílar, sem notið hafa vinsælda á Íslandi, eru einkum fluttir inn frá Asíu og Bandaríkjunum og mundu því bera 10% toll eftir aðild. Flestir litlir bílar eru hins vegar fluttir inn frá aðildarríkjum Evrópusambandsins en á viðskipti þeirra á milli eru ekki lagðir neinir tollar. Ekki er óhugsandi að evrópskir bílar gætu hækkað í verði á Íslandi frá því sem nú er í skjóli tollverndar Evrópusambandsins. Á móti því mælir hins vegar gott umhverfi til verðsamkeppni meðal evrópskra bílaframleiðenda og möguleiki neytenda til að flytja sjálfir inn bíla þaðan sem þeir eru ódýrastir.Hvernig mun verð á nýjum bílum breytast ef Ísland verður hluti af Evrópusambandinu? - Annars vegar verð á bílum sem koma utan ESB og verða tollaðir, og hins vegar verð á bílum frá evrópskum framleiðendum sem munu njóta tollverndar og eiga auðveldara með að hækka verðið af því að þeir njóta tollverndarHeimildir og mynd:
- Guðbjörn Guðbjörnsson, Tollstjóra, samtal, desember 2012.
- Utanríkisráðuneytið: Undirbúningur rýnifunda, 29. Tollabandalag.
- Frihandelsaftalen mellem EU og Korea i praksis. Den Europæiske Unions Publikationskontor, 2011.
- Cars in Germany - Car Lover's Guide to Germany. (Sótt 24.01.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur25.1.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB tollur bílar bíll bifreið verð Japan Asía Ameríka bílaframleiðendur evrópskir bílar innflutningsgjald tollskrá verðhækkun jeppar pallbílar litlir bílar tollvernd
Tilvísun
Sigurður Jóhannesson. „Hvernig mun verð á nýjum bílum breytast ef Ísland verður hluti af Evrópusambandinu?“. Evrópuvefurinn 25.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63626. (Skoðað 6.10.2024).
Höfundur
Sigurður Jóhannessonsérfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvernig munu gjöld á innfluttar bifreiðar breytast ef Ísland gengur í ESB?
- Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?
- Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?
- Hver er munurinn á EFTA og ESB?
- Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?
Fróðlegt svar, gildir ekki þá svipað um varahluti? Kveðja Erna
"Hugsanlegt er að íslensk stjórnvöld lækki vörugjöld til þess að draga úr áhrifum Evrópusambandstollsins á verð á bílum. "
Á þetta erindi í svarið, hér er um að ræða vangaveltur höfundar sem eiga ekkert skylt við efnislegar reglur um tolla og sameiginlegan markað. Vörugjöld eru bara ein leið til tekjuöflunar.Tollar á bílavarahlutum virðast vera misháir í Evrópusambandinu, allt niður í 3%, en 12% tollur er á bílaútvörpum. Vissulega eru það vangaveltur hvort vörugjöld verði lækkuð á móti Evróputollinum, en þær eru ekki út í hött þegar það er skoðað að vörugjöldin voru á sínum tíma tekin upp í stað tolla.