Spurning
Er til EES-reglugerð um hámarksvatnsmagn í beikoni?
Spyrjandi
Elías Halldór Ágústsson
Svar
Nei, það er ekki til EES-reglugerð um hámarksvatnsmagn í beikoni. Það er á hinn bóginn til íslensk reglugerð sem segir til um hversu miklu vatni er leyfilegt að bæta í kjötvörur án þess að þess þurfi að geta sérstaklega í nafni vörunnar að hún sé vatnsbætt. Reglugerð með svipuðu ákvæði var samþykkt í Evrópusambandinu árið 2011 og mun hún taka gildi árið 2014. Hún hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn en gera má ráð fyrir því að það verði gert þar sem hún fellur innan gildissviðs samningsins.Vatn, sem aukið er í kjöt í heilum stykkjum (eða í endurmótaðar vörur sem líta út eins og heilir vöðvar), skal tilgreina í tengslum við vöruheiti ef magn þess fer yfir 5% í soðnum vörum eða 10% í hráum vörum.Reglugerðin skiptir ennfremur kjöti og kjötvörum í níu ólíka flokka, meðal annars:
- Hreinar kjötvörur sem eru kjötskrokkar, kjötstykki, kjötsneiðar, kjötbitar, hakk og hamborgarar, sem engu hefur verið aukið í.
- Kjöt og kjötvörur með viðbættu vatni sem er kjöt og kjötvörur þar sem viðbætt vatn fer yfir 10% í hrárri lokaafurð eða 5% í soðinni lokaafurð. Í vörur í þessum flokki má einungis bæta aukaefnum og vatni.
Er til EES-reglugerð um hámarksvatnsmagn í beikoni? Gildir hún hér á landi?Mynd:
- Sótt á síðuna www.sliceofearthlydelight.blogspot.de, 10.5.2012.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur11.5.2012
Flokkun:
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Er til EES-reglugerð um hámarksvatnsmagn í beikoni?“. Evrópuvefurinn 11.5.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62502. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera?
- Hvaða reglur gilda í ESB um bakstur og aðra matargerð í heimahúsum og sölu á afurðunum til góðgerðarstarfs eða annars?
- Hvert er hlutfall bandarískra matvara á íslenskum neytendamarkaði?
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Hvert er eðli EES-samningsins?
Við þetta svar er ein athugasemd
Fela athugasemd