Spurning

Hvert er hlutfall bandarískra matvara á íslenskum neytendamarkaði?

Spyrjandi

Brynjar Þór Þorsteinssson

Svar


Í greinargerð um tollabandalag ESB, sem unnin var af samningahópi ríkisstjórnar Íslands um fjárhagsmálefni í aðildarviðræðunum við ESB, kemur fram að ólíkt flestum öðrum Evrópuþjóðum flytja Íslendingar inn nokkuð mikið af matvöru frá Bandaríkjunum. Hlutfall innfluttra mat- og drykkjarvara frá Bandaríkjunum er þó ekki ýkja stórt í samanburði við innflutning sömu vara frá löndum Evrópska efnahagssvæðisins.

Eftirfarandi tafla er unnin úr gögnum frá Hagstofunni og sýnir hve stórt hlutfall (%) innfluttra mat- og drykkjarvara til heimilisnota var flutt inn frá hvaða löndum og landahópum árið 2010.

Mat- og drykkjarvörur EES-lönd Önnur Evrópulönd Bandaríkin Japan Önnur lönd
Óunnar 48,9 8,3 7,3 0,0 35,4
Unnar 75,6 4,2 9,9 0,1 10,1

Um tolla á vörur frá Bandaríkjunum má lesa í svari við spurningunni Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?

Heimild og mynd:

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur 6.1.2012

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Hvert er hlutfall bandarískra matvara á íslenskum neytendamarkaði?“. Evrópuvefurinn 6.1.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61616. (Skoðað 6.10.2024).

Höfundur

Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Við þetta svar er engin athugasemd Fela