Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ársskýrsla 2009 - 164 svör fundust
Niðurstöður

Verða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um væntanlegan aðildarsamning Íslands að ESB ekki örugglega bindandi?

Lagalega bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi krefjast breytinga á stjórnarskránni, sem heimilar löggjafanum ekki að fela öðrum að taka ákvarðanir sem eru á hans valdsviði. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis, frá árinu 2009, segir að kjósa skuli um samninginn í þj...

Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla?

Í Evrópusambandinu gilda strangar reglur um svonefnd plöntuvarnarefni, sem eru meðal annars notuð til að vernda plöntur gegn skaðlegum lífverum, en þau má hvorki setja á markað né nota nema að fengnu markaðsleyfi í aðildarríkjum ESB. Það er því óheimilt að framleiða vöru sem inniheldur kaffi/kaffikorg/koffín og ma...

Hafa heildaralþjóðaviðskipti einstakra landa aukist eða minnkað við inngöngu í ESB?

Almennt virðist reyndin vera sú að heildaralþjóðaviðskipti aðildarríkja Evrópusambandsins hafi aukist við inngöngu í sambandið. Sú var raunin í tilviki fjölmargra Mið- og Austur-Evrópulanda sem gengu í sambandið árið 2004. Hið sama má segja um mörg önnur aðildarríki, ef ekki öll. *** Það er merkilegt að áhr...

Standast heilsuræktarstöðvar sem einungis eru ætlaðar öðru kyninu lög og reglur Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna?

Jafnrétti kynjanna er grundvallarregla í Evrópusambandinu. Mismunun á grundvelli kyns, hvort sem hún er bein eða óbein, er því almennt bönnuð í aðildarríkjum þess. Evrópusambandið hefur samþykkt ýmsar tilskipanir til að berjast gegn mismunun kynjanna og tryggir ein þeirra meðal annars jafna meðferð karla og kvenna...

Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?

Hlutverk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) eru skilgreind í 17. grein sáttmálans um Evrópusambandið. Í fyrsta lagi er hún handhafi framkvæmdavalds. Ekki síst á sviði samkeppnismála geta ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar haft víðtæk áhrif en hún getur meðal annars komið í veg fyrir samruna...

Hvaða afleiðingar yrðu af því að draga umsóknina að ESB til baka, þurfum við þá að borga ESB útlagðan kostnað?

Evrópusambandið kemur ekki beint að kostnaði Íslands við umsóknarferlið sjálft. Sambandið veitir umsóknarríkjum þó stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (e. Instrument for Pre-Accession Assistance). Markmið stuðningsins er að búa stjórnsýslu umsóknarríkis sem best undir umsóknarferlið og sömuleiðis inngönguna e...

Stoðaskipulag ESB

Stoðaskipulaginu (e. pillar structure) var komið á með Maastricht-sáttmálanum sem gekk í gildi árið 1993. Sáttmálinn er stofnsáttmáli Evrópusambandsins sem gegndi til að byrja með hlutverki eins konar þaks í stoðaskipulaginu. Evrópubandalögin, það er Evrópubandalagið, Kjarnorkubandalag Evrópu og Kola- og stálbanda...

Hvernig samrýmist stefna Íslands og ESB í málefnum norðurslóða?

Á síðustu árum hafa norðurskautsríkin átta, Bandaríkin, Danmörk (vegna Grænlands), Finnland, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Rússland öll mótað sér stefnu um málefni norðurslóða. Mikilvægi svæðisins á heimsvísu hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og því eru það ekki aðeins norðurskautsríkin sem hafa sýnt þv...

Hversu langt á Tyrkland í land með að uppfylla inngönguskilyrði ESB?

Tyrkland á töluvert langt í land með að uppfylla þau skilyrði sem Evrópusambandið setur fyrir inngöngu. Það er í höndum tyrkneskra yfirvalda hvenær þeim umbótum lýkur sem nauðsynlegar eru. Stefna ríkisins frá árinu 2007 hefur verið að Tyrkland muni uppfylla kröfur sambandsins varðandi lagalega innviði, reglur, lög...

Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?

Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...

Hvaða borgaralegu réttindi eru í húfi vegna hugsanlegrar inngöngu í ESB?

Hér fyrir neðan er seinni hluti svarsins við spurningunni Getur verið að umræðan um ESB hafi það markmið að ræna Íslendinga borgaralegum réttindum og gera þá að þegnum í hinu nýja heimsveldi? Við mælum með því að lesendur lesi fyrri hlutann fyrst. *** Stundum er sagt að ESB sé ekki lýðræðislegt samband heldu...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um orkumál?

Samningskaflinn um orkumál heyrir að hluta til undir EES-samninginn. Í samningsafstöðu sinni samþykkir Ísland regluverk kaflans en sækist jafnframt eftir fimm undanþágum frá löggjöf ESB. Í fyrsta lagi óskar Ísland þess að vera undanskilið skyldum sambandsins um viðhald á lágmarksbirgðum af olíu. Í öðru lagi sækist...

Er spilling landlæg í Brussel?

Ekki er hægt að gefa neitt einhlítt svar við því hvort spilling sé landlæg í Brussel. Spilling er hvarvetna til og á sér stað á landsvísu í Belgíu sem og í helstu stofnunum Evrópusambandsins, sem staðsettar eru í höfuðborg hennar. Niðurstöður kannana á viðhorfum almennings í Evrópu leiða í ljós að meirihluti svare...

Helstu sáttmálar ESB

Parísar-sáttmálinn (Paris Treaty) frá 1952 lagði grunninn að stofnun Kola- og stálbandalagsins. Markmiðið var að koma í veg fyrir hernað og draga úr spennu á milli aðildarríkja þess eftir seinni heimsstyrjöldina. Rómarsáttmálarnir (Rome Treaties) frá árinu 1958 lögðu grunninn að stofnun Efnahagsbandalags Evróp...

Hefur ESB gert eitthvað til þess að bókhald þess verði áreiðanlegra?

Evrópusambandið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir óáreiðanlegt bókhald sem valdi spillingu og óráðsíu í fjármálum sambandsins. Um það má lesa nánar í svari við spurningunni Hvers vegna hafa endurskoðendur ESB ekki viljað undirrita bókhald sambandsins? Framkvæmdastjórn ESB, sem ber lagalega ábyrgð á bókhaldi sa...

Leita aftur: