Spurning
Sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Á fundi leiðtogaráðsins árið 1999 var ákveðið að skrásetja hin óskráðu mannréttindi, sem dómstóll Evrópusambandsins hafði úrskurðað að giltu í sambandinu, og gera vægi þeirra sýnilegra borgurum sambandsins. Ákveðið var að stefna saman fulltrúum leiðtoganna, þjóðþinganna og Evrópuþingsins til sérstakrar samkomu (European Convention) og fela þeim að rita sáttmála sambandsins um grundvallarréttindi (e. Charter of Fundamental Rights of the European Union). Hann var undirritaður og kunngerður af forsetum Evrópuþingsins, ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar við hátíðlega athöfn þann 7. desember 2000. Sáttmálinn öðlaðist þó ekki lagagildi fyrr en Lissabon-sáttmálinn tók gildi árið 2009 vegna andstöðu sumra ríkja við hann. Hann er nú jafngildur öðrum sáttmálum sambandsins að lögum. Tvö aðildarríki, Bretland og Pólland, hafa þó fengið undanþágur í tengslum við sáttmálann, eins og lesa má um í svari við spurningunni Eru til fordæmi fyrir því að aðildarríki ESB hafi fengið varanlegar undanþágur frá ákvæðum Lissabon-sáttmálans? Sáttmálinn kveður á um ýmis borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg og félagsleg réttindi. Ákvæði hans eiga sér stoð í reglum sem finna má á víð og dreif í lögum sambandsins og aðildarríkja þess, og sáttmálum Evrópuráðsins, Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 2.8.2013
Flokkun:
Efnisorð
borgaraleg réttindi stjórnmálaleg réttindi félagsleg réttindi efnahagsleg réttindi mannréttindi ESB leiðtogaráð
Tilvísun
Evrópuvefur. „Sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi“. Evrópuvefurinn 2.8.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65639. (Skoðað 14.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela