Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ríki utan ESB - 640 svör fundust
Niðurstöður

Nú hefur ESB reiknað út skattbyrði landa sinna fyrir árið 2011, hvert er hlutfall Íslands til samanburðar?

Í vikunni voru sagðar fréttir af því í íslenskum fjölmiðlum að Danir væru skattakóngar Evrópusambandslandanna. Tilefnið var nýútkomin samantekt Eurostat um skatttekjur Evrópusambandsríkjanna á árinu 2011. Samkvæmt niðurstöðum Eurostat námu skatttekjur danska ríkisins 48,6% af vergri landsframleiðslu árið 2011 eða ...

Ætlar ESB að setja verndartoll á innflutning sólarrafhlaða frá Kína til að vernda þennan iðnað heima fyrir?

Já, það er rétt að Evrópusambandið hefur síðastliðið rúmt ár haft í hyggju að setja verndartolla á innfluttar sólarrafhlöður og sólskildi frá Kína til að verja evrópskan iðnað. Iðnaðarsamtökin EU ProSun lögðu inn kvörtun í júlí 2012 vegna undirboðs kínverskra framleiðenda. Kínverskar sólarrafhlöður, sem eiga um 65...

Hvert er hlutverk Feneyjanefndar Evrópuráðsins?

Feneyjanefnd hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu eða frá því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir áliti nefndarinnar á frumvarpi til stjórnskipunarlaga Íslands. Meginhlutverk nefndarinnar er einmitt þetta: að veita ríkjum lögfræðilegt álit sitt á lagafrumvörpum sem eru mikilvæg fyrir...

Hvernig beitir ESB sér í refsiaðgerðum gegn Íran vegna meintra tilrauna þarlendra stjórnvalda til að koma upp kjarnorkuvopnum?

Undanfarin ár hefur Evrópusambandið beitt æ harðari refsiaðgerðum gegn Íran. Sambandið beitir alla jafna refsiaðgerðum á grundvelli ályktana sem samþykktar hafa verið á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Evrópusambandið getur þó einnig ákveðið að beita frekari refsiaðgerðum á grundvelli sameiginlegu stefnun...

Hvað er embættismannakvóti Evrópusambandsins og hvaða reglur gilda um hann?

Í spurningunni felst líklega skírskotun til umræðna sem áttu sér stað á Alþingi í byrjun nóvember þegar Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hver embættismannakvóti Íslands yrði við hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að engar reglu...

Ættu Íslendingar að taka upp evruna?

Þessari spurningu verður hver og einn að svara fyrir sig. Ástæðan er sú að valið milli þess að taka upp evru eða halda í krónuna veltur að miklu leyti á áhættufælni einstaklinga á þeim tíma sem þeir spyrja sjálfa sig hvort vænlegra sé að taka upp evru eða halda krónunni. Hagfræðin mun ekki gefa afgerandi svar við ...

Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?

Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin

Kola- og stálbandalagið (KSB) frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og...

Þyrftum við að keyra allt rusl frá Hornafirði til Reykjavíkur og urða það þar ef við göngum í ESB?

Á grundvelli EES-samstarfsins innleiðir Ísland alla löggjöf á sviði umhverfismála sem falla innan sviðs þess. Það á einnig við um úrgangsmál sem lúta algerlega regluverki ESB. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið mundi það eitt ekki leiða til breytinga á reglum um sorpvinnslu á Íslandi þar sem reglurnar eru nú þegar ...

Úr hvaða sjóði ESB gæti íslensk björgunarsveit hugsanlega fengið styrk til að halda námskeið fyrir evrópskar björgunarsveitir á Íslandi?

Í fljótu bragði virðast geta verið tveir möguleikar í stöðunni: Almannavarnaáætlun ESB eða Grundtvig hluti menntaáætlunar ESB. Hvort verkefnið uppfylli hin nákvæmu skilyrði áætlananna verður ekki svarað í þessu stutta svari heldur vísað þangað sem nálgast má frekari upplýsingar. *** Það er rétt að styrkjaker...

Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjór...

Hver er byggðastefna Evrópusambandsins?

Tilgangur byggðastefnu (e. Regional Policy) Evrópusambandsins, öðru nafni samheldnistefnu (e. Cohesion Policy), er að draga úr hinum mikla efnahagslega og félagslega mun milli svæða sambandsins með því að bæta hag þeirra svæða sem verst eru sett, eins og kveðið er á um í 174. grein sáttmálans um starfshætti ESB. H...

Hvert er hlutfall bandarískra matvara á íslenskum neytendamarkaði?

Í greinargerð um tollabandalag ESB, sem unnin var af samningahópi ríkisstjórnar Íslands um fjárhagsmálefni í aðildarviðræðunum við ESB, kemur fram að ólíkt flestum öðrum Evrópuþjóðum flytja Íslendingar inn nokkuð mikið af matvöru frá Bandaríkjunum. Hlutfall innfluttra mat- og drykkjarvara frá Bandaríkjunum er þó e...

Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu?

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni hafa engar sérstakar reglur verið settar um sjávarfallavirkjanir í Evrópusambandinu. Sjávarfallaorka fellur þó undir skilgreiningu á endurnýjanlegum orkulindum samkvæmt tilskipun um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkulindum (nr. ...

Innri markaðurinn

Innri markaður (e. internal market, single market) Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) grundvallast á reglunum um fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms), sem er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, launþega, þjónustu og fjármagns. Stofnun innri markaðarins átti sér l...

Leita aftur: