Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að upplýsingar - 88 svör fundust
Niðurstöður

Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu?

Ef Ísland segði sig úr Schengen-samstarfinu þyrfti meðal annars að auka landamæraeftirlit til muna og aðgengi að evrópskri lögreglusamvinnu mundi skerðast verulega. Árlegur kostnaður við samstarfið mundi falla niður, en á móti kæmi annar kostnaður svo sem viðamiklar breytingar á innviðum Keflavíkurflugstöðvarinnar...

Er beinagrind Evrópuvefjarins búin til af starfsmönnum ESB og er hún, að efni til, svipuð og í öðrum löndum sem hafa hafið umsóknarferli að ESB?

Evrópuvefurinn (EV) er alfarið rekinn fyrir fjármagn frá Alþingi. Utanríkismálanefnd þess átti frumkvæðið að samningum um verkefnið. Forsætisnefnd þingsins kom einnig að málinu en embættismenn þingsins sáu um gerð þjónustusamnings við Vísindavef Háskóla Íslands. Samkvæmt samningnum er "tilgangur [Evrópuvefsins] að...

Hversu langan tíma að meðaltali tóku aðildarviðræður ríkjanna í ESB?

Í eftirfarandi töflu eru teknar saman upplýsingar um aðildarviðræður allra þeirra ríkja sem hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og lokið viðræðum með undirritun aðildarsamnings. Á listanum er 21 aðildarríki Evrópusambandsins, það eru öll nema stofnríkin sex, auk Noregs, sem í tvígang hefur lokið aðildarviðræðum...

Af hverju setur Evrópusambandið sérstakar reglur um öryggi leikfanga?

Reglur Evrópusambandsins um öryggi leikfanga eiga að tryggja öryggi og heilsu neytenda. Oftast eru það börn sem leika sér með leikföng og þau þurfa sérstaka vernd. Ekki er þó víst að öryggi sé betur tryggt með sameiginlegri evrópskri löggjöf en með reglum á forræði hvers aðildarríkis um sig. Megintilgangurinn með ...

Maastricht-skilyrðin

Maastricht-skilyrðin (e. Maastricht criteria, formlega kölluð convergence criteria eða viðmiðanir um samleitni) eru skilyrðin sem ríki þarf að fullnægja til að geta tekið upp evru sem gjaldmiðil. Þau voru innleidd með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Efnahagsleg samleitni er talin nauðsynleg forsenda þess að u...

EFTA/EES-ríkin

EFTA/EES-ríkin eru Ísland, Liechtenstein og Noregur, en það eru þau EFTA-ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Með samningnum urðu EFTA/EES-ríkin hluti af innri markaði Evrópusambandsins, sem grundvallast á reglunum um svonefnt fjórfrelsi, og skuldbundu sig jafnframt til að taka upp í innl...

Hvar get ég séð hvort og hvernig tiltekin ESB-gerð hafi tekið gildi á Íslandi?

Upprunalega barst Evrópuvefnum eftirfarandi spurning: Hefur tilskipun 2009/158 tekið gildi á Íslandi og þá hvenær? Er til íslensk þýðing á þeirri tilskipun eða er hún væntanleg? Á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið ber íslenskum stjórnvöldum að taka upp í íslensk lög þann hluta reglna Evrópusa...

Hvenær var Evrópusambandið stofnað og hvaða lönd eru í því núna?

Fyrsta bandalagið sem yfirleitt er talið til fyrirrennara ESB var Kola- og stálbandalag Evrópu (KSB; European Coal and Steel Community, ECSC) frá 1952. Í því voru sex ríki í Vestur-Evrópu: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg. Árið 1958 stofnuðu sömu ríki tvö bandalög til viðbótar: Efn...

Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?

Tollur sem Evrópusambandið leggur á vörur frá Bandaríkjunum er mishár eftir því um hvaða vörur ræðir. Þannig er lagður 15% tollur á ávaxtasafa en enginn tollur á snyrtivörur. Aðild Íslands að ESB og upptaka sameiginlegrar tollskrár sambandsins hefði ýmist í för með sér hækkun eða lækkun tolltaxta á innfluttar vöru...

EES-ríkin

EES-ríkin eru þau ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Samningurinn nær til allra 28 aðildarríkja Evrópusambandsins og þriggja aðildarríkja EFTA, Íslands, Liechtenstein og Noregs (EFTA/EES-ríkin). Með EES-samningnum mynda þessi þrjátíu ríki eitt einsleitt efnahagssvæði (innri markaðinn) se...

Hversu margar blaðsíður er aðildarsamningur að ESB að öllu meðtöldu?

Aðildarsamningar að Evrópusambandinu eru ekki föst stærð. Þeir eru ólíkir bæði að efni og umfangi. Frá stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, forvera Evrópusambandsins, hafa verið gerðir sjö samningar um aðild nýrra ríkja. Á sama tíma hefur aðildarríkjunum fjölgað um 22, úr sex í 28. Þetta skýrist af því að sambandið h...

Hversu margir embættismenn vinna fyrir ESB og hve margir fyrir aðildarríkin sjálf?

Í umræðum um Evrópusambandið er algengt að nota fjölda starfsmanna ESB sem mælikvarða á skrifræði í sambandinu. Þetta gera bæði andstæðingar og stuðningsmenn ESB í aðildarríkjunum og vilja þar með ýmist færa rök fyrir því að stjórnsýsla sambandsins sé afkastalítil eða skilvirk, væntanlega í samanburði við aðildarr...

TARGET 2

TARGET2 (e. Trans-European Automated Real-time Gross Settlement Express Transfer system; stórgreiðslukerfi Seðlabanka Evrópu, önnur útgáfa) er millifærslukerfi seðlabanka evrulandanna við Seðlabanka Evrópu og þar með undirstaða evrusamstarfsins. Það er í gegnum TARGET2-kerfið sem fjármagn er fært á milli viðskipta...

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda (e. European Union Agency for Fundamental Rights, FRA) er ein af sérstofnunum Evrópusambandsins. Henni var komið á fót árið 2007 með ákvörðun ráðsins nr. 168/2007 og hefur aðsetur í Vín í Austurríki. Meginhlutverk stofnunarinnar er að sjá til þess að grundvallarréttindi einsta...

Menntaáætlun ESB

Menntaáætlun ESB (e. Life Long Learning Programme) er samstarfsverkefni aðildarríkja ESB á sviði menntamála. Markmið Menntaáætlunarinnar er einkum að hjálpa einstaklingum, grunn-, framhaldsskóla- og háskólanemum, iðnnemum, kennurum og fleirum, að kynnast öðrum ESB-ríkjum og stunda þar nám og störf. Áætlunin nær yf...

Leita aftur: