Spurning

Menntaáætlun ESB

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Menntaáætlun ESB (e. Life Long Learning Programme) er samstarfsverkefni aðildarríkja ESB á sviði menntamála. Markmið Menntaáætlunarinnar er einkum að hjálpa einstaklingum, grunn-, framhaldsskóla- og háskólanemum, iðnnemum, kennurum og fleirum, að kynnast öðrum ESB-ríkjum og stunda þar nám og störf. Áætlunin nær yfir fjórar undiráætlanir:
  • Comenius: Leik-, grunn-, og framhaldsskólamenntun.
  • Erasmus: Menntun á háskólastigi.
  • Grundtvig: Fullorðinsfræðsla og aðrar menntunarleiðir.
  • Leonardo: Starfsmenntun og þjálfun.

Úr hverri undiráætlun eru veittir styrkir til ólíkra tegunda verkefna svo sem skólaheimsókna, nemenda- og kennaraskipta, starfsnáms og samvinnu um gerð námsefnis og námskeiða.

Ísland tekur nú þegar þátt í samstarfsverkefnum ESB á sviði menntamála á grundvelli EES-samningsins. Þessu samstarfi hafa ekki fylgt neinar laga- eða kerfisbreytingar af Íslands hálfu. Þátttaka Íslendinga hefur verið mikil frá upphafi en þúsundir íslenskra nemenda, kennara, skólastjórnenda og annarra hafa tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ísland, ásamt hinum EFTA/EES-ríkjunum, greiðir umsamið árlegt gjald fyrir þátttöku í áætluninni en hingað til hafa styrkir ESB til íslenskra aðila verið hærri en kostnaður Íslands við þátttökuna.

Samstarfsverkefni áætlunarinnar fyrir tímabilið 2007-2013 eru aðgengileg umsækjendum sem búsettir eru í aðildarríkjum Evrópusambandsins, EFTA og EES, auk Tyrklands. Á heimasíðu landsskrifstofu Menntaáætlunar Evrópusambandsins er að finna allar frekari upplýsingar um Menntaáætlunina og undiráætlanir hennar.

Á Evrópuvefnum er einnig að finna ýmis svör sem tengjast Menntaáætlun ESB. Sem dæmi má nefna svörin við spurningunum:

Við þetta svar er engin athugasemd Fela