Spurning

Hversu margar blaðsíður er aðildarsamningur að ESB að öllu meðtöldu?

Spyrjandi

Kristinn Sigursveinsson

Svar

Aðildarsamningar að Evrópusambandinu eru ekki föst stærð. Þeir eru ólíkir bæði að efni og umfangi. Frá stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, forvera Evrópusambandsins, hafa verið gerðir sjö samningar um aðild nýrra ríkja. Á sama tíma hefur aðildarríkjunum fjölgað um 22, úr sex í 28. Þetta skýrist af því að sambandið hefur stækkað í lotum og við hvern hóp ríkja, sem gekk í sambandið á sama tíma, var gerður einn sameiginlegur samningur um skilmála aðildar. Í töflunni hér að neðan er að finna tengla í aðildarsamningana og upplýsingar um lengd þeirra.

Aðildarsamningur Fjöldi blaðsíðna
Samningur um aðild Danmerkur, Írlands og Bretlands (og Noregs) (1972) 206
Samningur um aðild Grikklands (1979) 194
Samningur um aðild Spánar og Portúgals (1985) 501
Samningur um aðild Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar (og Noregs) (1994) 410
Samningur um aðild Tékklands, Eistlands, Kýpur, Lettlands, Litháens, Ungverjalands, Möltu, Póllands, Slóveníu og Slóvakíu (2003) 996
Samningur um aðild Búlgaríu og Rúmeníu (2005) 397
Samningur um aðild Króatíu (2012) 116


Mynd:

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur14.3.2014

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Hversu margar blaðsíður er aðildarsamningur að ESB að öllu meðtöldu?“. Evrópuvefurinn 14.3.2014. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66960. (Skoðað 25.4.2024).

Höfundur

Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Við þetta svar er engin athugasemd Fela