Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að hætta aðildarviðræðum - 79 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig vitum við að ESB mundi ekki bara ráðast á auðlindir okkar ef við göngum í ESB?

Evrópusambandið og aðildarríkin fara sameiginlega með valdheimildir í orkumálum, sbr. 4. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE), en valdmörkin eru nánar skilgreind í 194. grein SSE. Þar er kveðið á um að Evrópuþingið og ráðið skuli ákveða nauðsynlegar ráðstafanir til að ná markmiðum orkustefnu sam...

Mun áfengisverð lækka ef við göngum í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess. Núgildandi íslenskar reglur um álögur á áfengi eru í samræmi við reglur Evrópusambandsins og mundi áfengisverð því ekki lækka af þeim sökum. Þá eru allar líkur taldar á því að Ísland gæti samið um að viðhalda ríkiseinkasölu á áfengi, á grundvelli fordæma sem gefin voru í aðildarvið...

Eru til dæmi um varanlegar undanþágur eins og já-sinnar vilja meina að við getum fengið í aðildarviðræðum við ESB?

Til eru nokkur dæmi um að nýju aðildarríki að Evrópusambandinu hafi í aðildarsamningi verið veitt varanleg undanþága frá tiltekinni réttarreglu sambandsins. Dæmin eru fá og vísbendingar eru um að þeim fari fækkandi. Algengara er að komið sé til móts við mikilvæga hagsmuni nýs aðildarríkis með tímabundnum undanþágu...

Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1? Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan g...

Hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn í viðræðunum við ESB?

Markmið Íslands varðandi heimskautarefinn, í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, er að hann verði undanþeginn friðun og að hér verði áfram heimilt að setja reglur um stjórnun nýtingar og veiða á dýrum úr íslenskum stofnum heimskautarefsins. Samningskaflinn um umhverfismál, sem reglur sambandsins um verndun vill...

Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?

Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...

Hversu langan tíma að meðaltali tóku aðildarviðræður ríkjanna í ESB?

Í eftirfarandi töflu eru teknar saman upplýsingar um aðildarviðræður allra þeirra ríkja sem hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og lokið viðræðum með undirritun aðildarsamnings. Á listanum er 21 aðildarríki Evrópusambandsins, það eru öll nema stofnríkin sex, auk Noregs, sem í tvígang hefur lokið aðildarviðræðum...

Hvaða lög og reglur gilda um vændi í ríkjum Evrópusambandsins?

Í ríkjum Evrópusambandsins gilda ólíkar reglur um vændi enda hefur Evrópusambandið ekki markað sér samræmda stefnu í vændismálum nema hvað varðar þvingað vændi, svo sem mansal. Slíkt er ólöglegt í öllum ríkjum ESB. Aðildarríkjunum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga löggjöf sinni um vændi. Sum hafa það að markmi...

Getur evruríki yfirgefið evrusamstarfið?

Aðildarríki Evrópusambandsins sem hefur tekið upp evruna sem gjaldmiðil getur ekki yfirgefið evrusamstarfið einhliða nema ganga úr Evrópusambandinu. Ekki er heldur lagalegur grundvöllur fyrir því í sáttmálum sambandsins að tilteknu evruríki sé vísað úr samstarfinu gegn vilja þess. Eina leiðin til að evruríki hverf...

Um hvað snerust bananastríð Evrópu og Bandaríkjanna?

Bananastríð Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er hugtak sem notað er um deilur vegna tolla sem lagðir voru á innflutta banana í ESB. Evrópusambandið hafði afnumið tolla á innflutta banana frá AKK-löndunum til að efla þróun í þeim löndum. Þetta voru Bandaríkin ekki ánægð með, enda stjórna bandarísk fjölþjóðafyrirt...

Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjór...

Hversu margir íslenskir embættismenn starfa á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-samninginn? Hver yrði heildarfjölgun starfsmanna, ef Ísland gengi í ESB?

Stór hluti af vinnu íslenskrar stjórnsýslu tengist innleiðingu og framkvæmd á Evrópulöggjöf í gegnum aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Það má því segja að flestir embættismenn og starfsmenn íslenskra ráðuneyta og stjórnsýslunnar starfi að meira eða minna leyti á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-sam...

Hefur ríki verið neitað um inngöngu í ESB?

Já, Bretlandi var í tvígang neitað um inngöngu í Evrópusambandið áður en landið fékk aðild árið 1973. Bretar höfðu ekki sýnt því áhuga að taka þátt í Evrópusamstarfinu þegar því var komið á fót en snérist seinna hugur og sóttu um aðild árið 1962. Vegna sterkra efnahagslegra tengsla við Bretland ákváðu Írland, Nore...

Hverjar eru nýjustu breytingarnar á stefnu Evrópusambandsins í tóbaksvarnarmálum?

Hátt hlutfall reykingamanna sem og fjöldi dauðsfalla af völdum reykinga hafa verið Evrópusambandinu hugleikin málefni. Sambandið hefur gripið til ýmissa aðgerða til að reyna að fækka reykingamönnum og voru nýjustu aðgerðirnar samþykktar 10. júlí 2013. Þær fela í sér breytingar á gildandi tilskipun um tóbaksvörur s...

Hvað er átt við með heimskautalandbúnaði í umræðunni um ESB?

Orðin heimskautalandbúnaður eða norðurslóðalandbúnaður vísa til þeirrar sérlausnar sem Finnland og Svíþjóð sömdu um í viðræðum sínum við ESB árið 1994. Sérlausnin felst í því að Finnum og Svíum er heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, það er norðan við 62. breiddargráðu, sem nemur 35% ...

  • Síða nr. 1 2 3 4 5

Leita aftur: