Spurning
Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?
Spyrjandi
Hannes Jón Marteinsson
Svar
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1?Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan gert að samevrópsku neyðarnúmeri í aðildarlöndum Evrópusambandsins með ákvörðun ráðs sambandsins árið 1991. EES-samningurinn, sem samið var um um svipað leyti, fól í sér skuldbindingu fyrir Ísland og önnur EFTA/EES-ríki til að taka 112 upp sem neyðarnúmer til samræmis við aðildarríki ESB (2. liður 10. gr. bókunar 31). Á Íslandi var það gert með lögum um samræmda neyðarsímsvörun árið 1995.
- Recommendation T-SF 1 - Long Term Standarisation of National Numbering Plans.pdf. (Skoðað 26.11.2014).
- EUR-Lex - 31991D0396 - EN. (Skoðað 26.11.2014).
- ID - Bókun 31. (Skoðað 26.11.2014).
- 1995 nr. 25 3. mars / Lög um samræmda neyðarsímsvörun. (Skoðað 26.11.2014).
- 112 (emergency telephone number) - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 25.11.2014).
- Telephone - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 25.11.2014).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur27.11.2014
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Jón Gunnar Þorsteinsson og Þórhildur Hagalín. „Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?“. Evrópuvefurinn 27.11.2014. http://evropuvefur.is/svar.php?id=15237. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundar
Jón Gunnar Þorsteinssonbókmenntafræðingur og ritstjóri VísindavefsinsÞórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela