Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að n�� a��ildarr��ki - 575 svör fundust
Niðurstöður

Munu almenningssamgöngur verða betri og hraðari og verða hér lestasamgöngur ef við göngum í ESB?

Ákvarðanir um það hvort hér verði byggt upp lestarkerfi eða viðbætur gerðar á íslensku samgöngukerfi eru óháðar mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef íslensk stjórnvöld ákveða að koma á fót lestarkerfi hérlendis mundi það þurfa að fylgja reglum Evrópusambandsins um lestasamgöngur, hvort sem við værum í E...

Hvað stendur í bókun 9 við EES-samninginn?

Bókanir við EES-samninginn nýtast til túlkunar á ákvæðum samningsins og eru mikilvægur þáttur í því að tryggja einsleita framkvæmd samningsins á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Fjallað er um eðli bókana við EES-samninginn í svari við spurningunni Hvað er átt við með bókunum og viðaukum í sambandi við EES-samninginn...

Gætum við tekið upp dönsku krónuna í staðinn fyrir evruna?

Já, Ísland gæti tekið upp dönsku krónuna í stað evru. Tenging við eða upptaka dönsku krónunnar yrði þó að vera einhliða af hálfu Íslands, án sérstaks samráðs við dönsk stjórnvöld, sökum þátttöku Danmerkur í evrópska gengissamstarfinu. Þetta er vegna þess að Evrópusambandið leggst gegn því að utanaðkomandi ríki tak...

Hvernig mundu atvinnulausir græða á ESB-aðild?

Reglur Evrópusambandsins um samræmingu réttinda atvinnulausra í aðildarríkjunum hafa þegar verið innleiddar í íslensk lög á grundvelli EES-samningsins. Réttarstaða atvinnulausra mundi því ekki breytast við aðild Íslands að Evrópusambandinu. *** Réttur einstaklinga til frjálsrar farar, það er til að dvelja og...

Mun Ísland þurfa að borga til baka IPA-styrkina eftir að hafa gert hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst hafa umsóknarríki aldrei þurft að endurgreiða svonefnda IPA-styrki og hið sama gildir um kostnað Evrópusambandsins af aðildarviðræðunum sjálfum. Nú þegar íslensk stjórnvöld hafa formlega gert hlé á aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið ríkir óvissa um stöðu áætlaðra v...

Breytast reglur um vaxtabætur og barnabætur ef við göngum í ESB?

Nei, aðild að Evrópusambandinu hefur engin áhrif á íslenskar reglur um vaxta- og barnabætur. Breytingar á reglum um vaxtabætur og barnabætur yrðu eftir sem áður í höndum stjórnvalda á Íslandi. *** Vaxtabætur og barnabætur eru bætur greiddar af ríkinu til einstaklinga, sem eru skattskyldir á Íslandi, á grundv...

Eineðli

Svonefnd eineðlisríki líta svo á að reglur landsréttar og þjóðaréttar séu eitt og sama fyrirbærið, en í tvíeðlisríkjum eru reglurnar aðskildar. Af því leiðir að reglur þjóðréttarsamninga eineðlisríkja verða sjálfkrafa hluti landsréttar um leið og þeir eru fullgiltir líkt og um innlenda löggjöf væri að ræða. Reglur...

Varnarmálastofnun Evrópu

Varnarmálastofnun Evrópu (e. European Defence Agency) var stofnuð árið 2004 og hefur aðsetur í Brussel í Belgíu. Hún er liður í sameiginlegri stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum og hefur það hlutverk að: þróa varnarbúnað og getu til hættustjórnunar, auka rannsóknir og tækniþekkingu á sviði öryggis- og varnarmál...

Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1? Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan g...

Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?

Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...

Hver eru sex fjölmennustu löndin í Evrópu og hver er íbúaþéttleiki þeirra?

Þegar fólksfjöldi er metinn er litið til náttúrulegrar fjölgunar (e. natural growth) og fólksflutninga á milli ríkja. Náttúruleg fjölgun er munurinn á fjölda fæðinga og fjölda andláta innan ríkja. Íbúaþéttleiki er yfirleitt mældur sem hlutfall milli fjölda einstaklinga og ákveðinnar svæðiseiningar og yfirleitt set...

Af hverju vill framkvæmdastjórn ESB gerast aðili að málarekstri eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi?

Krafa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hafa meðalgöngu í máli eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi í svonefndu Icesave-máli er í fullu samræmi við reglur og markmið EES-samstarfsins og þarf ekki að koma á óvart í ljósi málavaxta. Ákvörðunin ber þess vitni að framkvæmdastjórnin telur sig hafa hagsmuna að ...

Hvaða áhrif hefur það á réttindi Íslendings að giftast breskum ríkisborgara hvað aðgang að háskólamenntun og greiðslu skólagjalda varðar?

Hjúskaparstaða getur skipt máli fyrir ríkisborgara EFTA/EES-ríkja þegar þeir flytjast á milli landa sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu. Það að giftast sambandsborgara leiðir þó ekki sjálfkrafa til betri réttarstöðu. Réttur maka er háður þeim rétti sem sambandsborgarinn hefur, en til að virkja þau réttindi er þa...

Hvar eru höfuðstöðvar Evrópusambandsins?

Evrópusambandið sjálft á sér ekki einar höfuðstöðvar. Sérhver stofnun sambandsins hefur aðsetur á ákveðnum stað og er staðsetningin tilgreind í bókun 6 við Sáttmálann um starfshætti Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálann). Evrópuþingið (European Parliament) hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi og kemur þar s...

Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?

Evrópusambandið hefur gripið til tvenns konar aðgerða í kjölfar yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu. Annars vegar aðgerðir til að létta undir með þeim ríkjum sem eiga í mestum skuldavanda, svokallaðar björgunaraðgerðir. Lítillega hefur verið fjallað um þær aðgerðir á þessum vef, meðal annars í svari við spurn...

Leita aftur: