Spurning

Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Spyrjandi

Georg Birgisson

Svar

Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau.


Evrumyntir.

Benda má þó á að ákvörðun um að taka upp evru og að stefna að því að uppfylla skilyrðin eykur trúverðugleika viðkomandi gjaldmiðils og gerir það þar með auðveldara að uppfylla skilyrðin. Slík ákvörðun bindur hendur seðlabanka og ríkisstjórnar að ákveðnu marki. Það sendir skilaboð út í samfélagið, getur til dæmis dregið úr væntingum um verðbólgu eða gengissig, sem gerir það auðveldara en ella að ná árangri við stjórnun peningamála. Slíkar væntingar skipta miklu og hafa til dæmis áhrif á kjarasamninga og ákvarðanir fyrirtækja um verðhækkanir, sem aftur hefur áhrif á verðbólgu og gengi. Það er því mikilvægt skref í áttina að því að ná tökum á verðbólgu að slá á væntingar um verðbólgu.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Upptaka evru er oft nefnd sem ávinningur af ESB-aðild því að þá fáist "betri gjaldmiðill" en krónan sé. Sé litið til Maastricht-skilyrðanna þá virðist þó að til að geta tekið upp evru þurfi Ísland fyrst að ná myntstöðugleika og lágum vöxtum með krónu. Í þessum rökstuðningi fyrir aðild og upptöku evru virðist því vera ákveðin mótsögn, það að til að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þarf fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli. Er þetta rétt skilið eða eru til leiðir til nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Mynd:

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur14.11.2013

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?“. Evrópuvefurinn 14.11.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65437. (Skoðað 27.4.2024).

Höfundur

Gylfi Magnússonprófessor í hagfræði við HÍ

Við þetta svar er engin athugasemd Fela