Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Æðsti talsmaður stefnu sambandsins í utanríkis- og öryggismálum - 334 svör fundust
Niðurstöður

Hver er afstaða ESB til lögleiðingar marijúana og/eða annarra kannabisefna?

Evrópusambandið hefur ekki laga- eða reglusetningarvald á sviði fíkniefnamála heldur fara aðildarríkin sjálf með slíkar valdheimildir. Samkvæmt alþjóðasamningum á vegum Sameinuðu þjóðanna er kannabis (hass, marijúana (stundum kallað gras) og hassolía) skilgreint sem fíkniefni. Ríki sem aðild eiga að samningunum ha...

Hver er stefna ESB gagnvart jafnrétti kynjanna?

Meginreglan um jafna meðferð kvenna og karla hefur verið ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins allt frá stofnun þess og nær aftur til ársins 1957 þegar reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu varð hluti af Rómarsáttmálanum. Reglunni var þó ekki beitt fyrr en á áttunda áratugnum þegar ákvæðið um sömu laun fyrir s...

Þriðja ríki

Frummerking orðasambandsins þriðja ríki (e. third state, third country) er ríki sem er ekki aðili að gagnkvæmu samkomulagi tveggja annarra ríkja, en það er einnig haft um ríki sem eru ekki aðilar að samningi eða samtökum fleiri ríkja. Þegar rætt er um þriðju ríki í opinberum skjölum Evrópusambandsins er átt við rí...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög? - Myndband

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Getum við tekið upp evru ef við göngum í Evrópusambandið?

Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mun það geta tekið upp evruna sem gjaldmiðil að uppfylltum tilteknum efnahagslegum viðmiðunum um samleitni (Maastricht-skilyrðunum). Skilyrðin lúta að meginþáttum efnahagsmála: verðbólgu, vöxtum, stöðugleika í gengismálum auk afkomu hins opinbera og skuldum þess. *** Aðilda...

Breytast reglur um vaxtabætur og barnabætur ef við göngum í ESB?

Nei, aðild að Evrópusambandinu hefur engin áhrif á íslenskar reglur um vaxta- og barnabætur. Breytingar á reglum um vaxtabætur og barnabætur yrðu eftir sem áður í höndum stjórnvalda á Íslandi. *** Vaxtabætur og barnabætur eru bætur greiddar af ríkinu til einstaklinga, sem eru skattskyldir á Íslandi, á grundv...

Hvert er atvinnuhlutfall heyrnarlausra innan ESB í samanburði við Ísland?

Evrópuvefurinn leitaði svara um atvinnuþátttöku heyrnarlausra á Íslandi hjá Félagi heyrnarlausra og fékk þær upplýsingar að það væri um 75-80% í dag. Haldbærar upplýsingar um atvinnuhlutfall heyrnarlausra í Evrópusambandinu er hins vegar hvergi að finna. Ástæðan er sú að flest aðildarríki sambandsins blanda sam...

Hversu langt á Tyrkland í land með að uppfylla inngönguskilyrði ESB?

Tyrkland á töluvert langt í land með að uppfylla þau skilyrði sem Evrópusambandið setur fyrir inngöngu. Það er í höndum tyrkneskra yfirvalda hvenær þeim umbótum lýkur sem nauðsynlegar eru. Stefna ríkisins frá árinu 2007 hefur verið að Tyrkland muni uppfylla kröfur sambandsins varðandi lagalega innviði, reglur, lög...

Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?

Tollur sem Evrópusambandið leggur á vörur frá Bandaríkjunum er mishár eftir því um hvaða vörur ræðir. Þannig er lagður 15% tollur á ávaxtasafa en enginn tollur á snyrtivörur. Aðild Íslands að ESB og upptaka sameiginlegrar tollskrár sambandsins hefði ýmist í för með sér hækkun eða lækkun tolltaxta á innfluttar vöru...

Hvert er eðli ESB-sáttmálanna?

EES-samningurinn og ESB-sáttmálarnir hafa þá sérstöðu að vera algjörlega sérstaks eðlis (lat. sui generis). Með öðrum orðum: Ekki eru til neinir sambærilegir samningar. Eðli þeirra er því erfitt að skýra með samanburði við aðra samninga eða með almennum hugtökum sem notuð eru til að lýsa milliríkjasamningum, eins ...

Hvað er embættismannakvóti Evrópusambandsins og hvaða reglur gilda um hann?

Í spurningunni felst líklega skírskotun til umræðna sem áttu sér stað á Alþingi í byrjun nóvember þegar Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hver embættismannakvóti Íslands yrði við hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að engar reglu...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um orkumál?

Samningskaflinn um orkumál heyrir að hluta til undir EES-samninginn. Í samningsafstöðu sinni samþykkir Ísland regluverk kaflans en sækist jafnframt eftir fimm undanþágum frá löggjöf ESB. Í fyrsta lagi óskar Ísland þess að vera undanskilið skyldum sambandsins um viðhald á lágmarksbirgðum af olíu. Í öðru lagi sækist...

Hvað verður um landbúnað Íslendinga ef við göngum í ESB?

Evrópuvefurinn hefur fjallað þónokkuð um áhrif mögulegarar aðildar Íslands að ESB á íslenskan landbúnað. Þeir þættir sem helst hafa verið teknir til umfjöllunar eru þróun og núverandi uppbygging landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, samanburður á íslenskum og evrópskum landbúnaði, möguleg lækkun matvælaverðs komi t...

Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins?

Á fána Evrópusambandsins eru tólf gull-litaðar stjörnur sem mynda hring á bláum fleti. Það er almennur misskilningur að stjörnurnar tákni aðildarlönd sambandsins en það er ekki rétt enda eru löndin nú 28 talsins. *** Fáninn á að tákna sameiningu Evrópu en ekki aðeins aðildarlandanna. Hringurinn er tákn eini...

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?

Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Ísland skuldbundið til að taka upp í íslensk lög þann hluta í regluverki Evrópusambandsins sem lýtur að innri markaði sambandsins. Þetta gerist með ákveðnum hætti sem lýst er hér á eftir. Íslenska ríkið er skaðabótaskylt gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef það vanræ...

Leita aftur: