Spurning

Hvað verður um landbúnað Íslendinga ef við göngum í ESB?

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Evrópuvefurinn hefur fjallað þónokkuð um áhrif mögulegarar aðildar Íslands að ESB á íslenskan landbúnað. Þeir þættir sem helst hafa verið teknir til umfjöllunar eru þróun og núverandi uppbygging landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, samanburður á íslenskum og evrópskum landbúnaði, möguleg lækkun matvælaverðs komi til aðildar, ríkisaðstoð til landbúnaðarmála, hvað átt er við með heimskautalandbúnaði og hvort einhverjar reglur gildi um hversu bognir bananar og gúrkur eigi að vera innan ESB svo eitthvað sé nefnt. Við bendum lesendum sérstaklega á svörin við þessum spurningum:


Heyskapur á Íslandi.

Þetta er vitanlega ekki tæmandi úttekt á þeim þáttum sem gætu haft áhrif á íslenskan landbúnað ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kæmi, heldur einungis listi yfir þau svör sem birst hafa á Evrópuvefnum til þessa. Svörin veita hins vegar ágætt yfirlit yfir ýmsar breytingar sem gætu orðið á íslenskum landbúnaði ef Ísland gengi í ESB.

Möguleg áhrif aðildar á íslenskan landbúnað eru þó háð töluverðri óvissu enda voru samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum ekki fullmótuð og viðræður í kaflanum ekki hafnar þegar íslensk stjórnvöld gerðu hlé á aðildarviðræðunum við ESB.

Einnig er rétt að taka fram að margt bendir til að landbúnaður á Íslandi muni halda áfram að þróast hvort sem Ísland gerist aðili að ESB eða ekki. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Hvernig hefur íslenskur landbúnaður þróast á síðustu áratugum í samanburði við landbúnað í ESB?

Mynd:

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur11.10.2013

Tilvísun

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvað verður um landbúnað Íslendinga ef við göngum í ESB?“. Evrópuvefurinn 11.10.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66015. (Skoðað 9.9.2024).

Höfundur

Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela