Hvernig hefur landbúnaðarstefna Evrópusambandsins þróast í tímans rás?
Spyrjandi
Haukur Logi Jóhannsson
Svar
Landbúnaður sem atvinnugrein hefur allnokkra sérstöðu þegar horft er á hagsögu 20. aldar. Vegna tæknivæðingar hefur framleiðsla á starfsmann margfaldast langt umfram eftirspurn eftir vörunni á flestum markaðssvæðum. Landbúnaður er oft nátengdur staðbundinni menningu, þjóðerni og þess háttar, og jafnframt reynir þar í vaxandi mæli á umhverfismál, dýravernd og fleira. Allt þetta verður til þess að landbúnaður margra landa fellur illa að hugmyndum manna um fríverslun og markaðshagkerfi. Þannig er engin furða þótt þessi atvinnugrein skeri sig úr í heildarþróun atvinnulífs á síðustu öld. Evrópusambandið og forverar þess hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á landbúnaðarmál og þau hafa lengst af verið gildasti þátturinn í starfsemi sambandsins, til dæmis ef mælt er í fjárútlátum. Svonefnd Sameiginleg landbúnaðarstefna (Common Agricultural Policy, CAP) var mótuð á sjöunda áratug síðustu aldar, ekki síst fyrir áhrif Frakka undir forystu Charles de Gaulle forseta. Stuðningurinn við landbúnað var lengi vel einn helsti ávinningur Frakka af starfi ESB, en Þjóðverjar og fleiri höfðu í staðinn margvíslegan hag af fríverslun með iðnaðarvörur.- Að auka framleiðni í landbúnaði
- Að tryggja bændum sanngjörn lífskjör
- Að skapa stöðugleika á mörkuðum fyrir búvörur
- Að tryggja öruggt framboð á fæðu
- Að tryggja neytendum sanngjarnt verð á búvörum
- Tryggt lágmarksverð var ekki tengt eftirspurn og leiddi til offramleiðslu
- Birgðir söfnuðust upp í kjötfjöllum og „vínvötnum“ með miklum kostnaði fyrir skattgreiðendur
- Stórbændur fengu mikla styrki en smábændur bjuggu við skarðan hlut
- Bændur hneigðust til að ofnota eiturefni og tilbúinn áburð til að auka framleiðsluna sem takmarkað landrými gaf af sér
- Viðskiptahömlur og tollar á þessu sviði torvelduðu útflutning til ESB frá öðrum og stönguðust á við fríverslunina á öðrum sviðum
- Stuðningur við útflutning frá ESB bjagaði heimsmarkað, bitnaði á framleiðendum utan sambandsins og vakti upp viðskiptadeilur
- Dinan, Desmond (2010). Ever Closer Union: An Introduction to European Integration. 4. útg. Basingstoke: Palgrave Macmillan. Einkum bls. 329-347.
- Economic Impact of the Abolition of the Milk Quota Regime - Regional Analysis of the Milk Production in the EU (2009). Skýrsla gerð fyrir framkvæmdastjórn ESB.
- Fyrri mynd sótt 13.10.2011 af heimasíðu Farmers Weekly Interactive
- Seinni mynd sótt 13.10.2011 af heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB
Hver hefur verið þróun landbúnaðar innan ESB-ríkja samanborið við þróun landbúnaðar á Íslandi? Hefur hagur bænda innan ESB vænkast við inngöngu í ESB?Seinni tveimur þáttunum í spurningunni verður svarað sérstaklega.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur14.10.2011
Efnisorð
landbúnaðarstefna ESB CAP tæknivæðing umhverfismál dýravernd framleiðni fæðuframboð búvöruverð innri markaður búvörur lágmarksverð offramleiðsla stórbændur eiturefni viðskiptahömlur heimsmarkaður kvótakerfi mjólkurkvóti beingreiðslur
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig hefur landbúnaðarstefna Evrópusambandsins þróast í tímans rás?“. Evrópuvefurinn 14.10.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60394. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Þorsteinn Vilhjálmssonprófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP?
- Er endurskoðun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins sem samið var um 1992 enn ólokið?
- Hver eru samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum?
- Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB?
- Hvað er átt við með heimskautalandbúnaði í umræðunni um ESB?