Nýlegt bann Evrópusambandsins við markaðssetningu ryksugna sem eru 1600 vött eða meira er ávöxtur tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um visthönnun vöru sem notar orku (nr. 2009/125). Markmið tilskipunarinnar er að efla vernd umhverfisins með því draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra vara sem nota orku. Til...
Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst á ákvörðunin um að flytja inn nýja tegund Cocoa Puffs á íslenskan markað rætur sínar að rekja til ákvæða um rekjanleika og merkingar erfðabreyttra matvæla í nýlegri íslenskri reglugerð. Í Bandaríkjunum þar sem Cocoa Puffs-morgunkornið, sem Íslendingar þekkja best, er framle...
Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja Evrópusambandsins, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga samtals 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildarhluta...
Íslenskum námsmönnum sem hyggja á nám erlendis standa margvíslegir styrkir til boða. Umfangsmestu alþjóðlegu áætlanirnar, sem Ísland tekur þátt í, veita háskólanemum styrki til stúdentaskipta við erlenda háskóla. Helstu stúdentaskiptaáætlanirnar eru Erasmus, sem styrkir skiptinám í aðildarríkjum Evrópusambandsins ...
Tilgangur Evrópuvefsins er, samkvæmt þjónustusamningi, að veita hlutlægar upplýsingar um Evrópusambandið og Evrópumál. Jafnframt viljum við gjarnan stuðla að skynsamlegri umræðu og bjóðum hana velkomna.
Málefnalegar athugasemdir við einstök svör, undir fullu nafni, eru velkomnar á Evrópuvefnum. Þær verða birtar...
CE-merking er skilyrði fyrir markaðssetningu tiltekinna vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Merkið er auðkennismerking sem gefur til kynna að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili vöru ábyrgist að hún uppfylli þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kveða á um. CE-me...
Nei, Seðlabanki Evrópu er ekki „einkabanki“ samkvæmt almennri skilgreiningu á hugtakinu, það er bankinn er ekki viðskiptabanki í eigu einkaaðila. Seðlabanki Evrópu er ein af stofnunum Evrópusambandsins og þungamiðja seðlabankakerfis Evrópu (e. European System of Central Banks, ESCB), sem er vettvangur samstarfs se...
Fyrra gengissamstarf Evrópu (e. European Exchange Rate Mechanism, ERM) var stofnað á grundvelli peningakerfis Evrópu (e. European Monetary System, EMS) árið 1979 í þeim tilgangi að auka samvinnu aðildarríkja Evrópubandalagsins í peningamálum. Samvinnunni var komið á fót í tengslum við tillögur um stofnun Efnahags-...
Starfsmenn Evrópuvefsins verða þess reglulega varir að ekki sé gerður greinarmunur á Evrópuvefnum annars vegar og Evrópustofu hins vegar. Að gefnu tilefni verður því fjallað hér aðeins um muninn á Evrópuvefnum og Evrópustofu.
Evrópuvefurinn og Evrópustofa gegna bæði hlutverki upplýsingaveitu um Evrópusambandið...
Ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru í kjölfarið myndi Seðlabanki Íslands ekki lengur reka sjálfstæða peningastefnu. Hlutverk seðlabankans yrði að fara með framkvæmd sameiginlegrar peningamálastefnu evrusvæðisins, eftir þeim reglum og ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi Seðlabanka Evrópu....
Ekki er hægt að gefa neitt einhlítt svar við því hvort spilling sé landlæg í Brussel. Spilling er hvarvetna til og á sér stað á landsvísu í Belgíu sem og í helstu stofnunum Evrópusambandsins, sem staðsettar eru í höfuðborg hennar. Niðurstöður kannana á viðhorfum almennings í Evrópu leiða í ljós að meirihluti svare...
Já, Evrópuvefurinn er alfarið rekinn fyrir fjárframlag frá Alþingi. Stofnað var til Evrópuvefsins með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefsins og starfar hann í nánum tengslum við Vísindavefinn. Evrópuvefurinn opnaði með formlegum hætti þann 23. júní 2011 og hefur því verið starfræktur í eitt og hálft ár ...
Lagaákvæðið í sáttmálanum um Evrópusambandið, sem er grundvöllur samningaviðræðna við umsóknarríki, kveður hvorki á um að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins né að aðildarviðræður snúist aðeins um aðlögun umsóknarríkis að reglum sambandsins. Á heimasíðu stækkunarsviðs framkvæmdastjórnar Evrópusamban...
Transparency International eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1993 og berjast gegn spillingu um allan heim. Aðalstöðvar samtakanna eru í Berlín í Þýskalandi en sérstakar landsdeildir starfa á vegum þeirra í um það bil 100 löndum.
Markmið samtakanna er að ná langtímaárangri í baráttunni gegn spillingu en...
Evrópuvefurinn
Dunhaga 5
107 Reykjavík
Netfang: evropuvefur[hjá]hi.is
Sími: 525 4765
Ritstjóri:
Þórhildur Hagalín, Evrópufræðingur (thorhh[hjá]hi.is).
Framkvæmdastjóri:
Jón Gunnar Þorsteins...