Stjórnartíðindi Evrópusambandsins voru fyrst gefin út þann 30. desember 1952. Þá nefndust þau stjórnartíðindi Kola- og stálbandalagsins og síðar stjórnartíðindi Evrópubandalagsins. Núverandi nafn fengu stjórnartíðindin þegar Nice-sáttmálinn gekk í gildi árið 2003.
Stjórnartíðindin eru gefin út alla virka daga ...
Með Lissabon-sáttmálanum tóku gildi ákvæði um svonefnt Borgarafrumkvæði Evrópu (European Citizen Initiative; ECI). Samkvæmt þeim getur ein milljón ríkisborgara ESB frá í það minnsta sjö aðildarríkjum sambandsins óskað eftir því við framkvæmdastjórn þess að hún leggi fram, innan ramma valdheimilda sinna, hvers kona...
Í eftirfarandi töflu eru teknar saman upplýsingar um aðildarviðræður allra þeirra ríkja sem hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og lokið viðræðum með undirritun aðildarsamnings. Á listanum er 21 aðildarríki Evrópusambandsins, það eru öll nema stofnríkin sex, auk Noregs, sem í tvígang hefur lokið aðildarviðræðum...
Árið 2010 kvað forseti dómstóls Evrópusambandsins upp þann úrskurð að eftirlitsstofnun EFTA hefði ekki rétt til meðalgöngu í málum sem rekin væru milli aðildarríkja ESB, milli stofnana ESB eða milli aðildarríkja annars vegar og stofnana sambandsins hins vegar. Þessi úrskurður hefur í för með sér að framkvæmdastjór...
Þýskaland og Frakkland hafa ávallt verið kjölfestan í Evrópusambandinu og forverum þess, enda liggur ein helsta rót sambandsins í vilja þessara fyrrum óvinaríkja til að koma í veg fyrir stríð þaðan í frá. Þau hafa þó ekki alltaf átt sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu var stofnað árið 195...
TARGET2 (e. Trans-European Automated Real-time Gross Settlement Express Transfer system; stórgreiðslukerfi Seðlabanka Evrópu, önnur útgáfa) er millifærslukerfi seðlabanka evrulandanna við Seðlabanka Evrópu og þar með undirstaða evrusamstarfsins. Það er í gegnum TARGET2-kerfið sem fjármagn er fært á milli viðskipta...
Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók:
(niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...
Lyfjastofnun Evrópu (e. European Medicines Agency, EMA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins með aðsetur í London. Henni var komið á fót árið 1995 undir nafninu Lyfjamálastofnun Evrópu (e. European Medicines Evaluation Agency, EMEA) sem var notað fram til ársins 2004. Lyfjastofnun Evrópu er helsti vettva...
Undanþágur og sérlausnir eru ekki lagaleg hugtök í sjálfu sér og á þeim er enginn sérstakur munur í lagalegum skilningi. Í reynd má segja að sérlausnir séu ein tegund undanþága.
***
Til grundvallar viðræðum um aðild að Evrópusambandinu liggja réttarreglur sambandsins (fr. acquis communautaire). Meginreglan e...
Jú, þetta er rétt skilið. Innflutningstollar á vörum sem fluttar eru inn til landsins frá ESB-ríkjum mundu falla niður við aðild Íslands að ESB, það er að segja þeir tollar sem ekki hafa verið afnumdir nú þegar með EES-samningnum. Þetta gildir hvort sem vörurnar eru pantaðar á Netinu, í gegnum síma eða einstakling...
Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins ber ábyrgð á endurskoðun á reikningum ESB. Með Maastricht-sáttmálanum frá árinu 1992 var réttinum gert að láta Evrópuþinginu og ráðinu í té sérstaka yfirlýsingu um að reikningar væru réttir og að þau viðskipti, sem að baki þeim byggju, væru lögmæt og rétt að formi til. Í þeim...
Milli 1958 og 1965 þurfti einróma samþykki allra aðildarríkja EBE, sex að tölu, við nær allar ákvarðanir. Mikil stækkun sambandsins síðan hefur ýtt undir kröfur um aukna skilvirkni í ákvarðanatöku stofnana. Tillögur um atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta í stað neitunarvalds hafa þó iðulega verið umdeildar og n...
Viðræðum Íslands og ESB um samningskaflann um utanríkis-, öryggis- og varnarmál er lokið. Í opinberri samningsafstöðu Íslands, sem mótuð var af samningahópnum um utanríkisviðskipti, utanríkis- og öryggismál, kemur fram að Ísland sé tilbúið að taka þátt í sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmál...
Ekki er ljóst á þessari stundu hvort og þá hvernig Ísland fellur inn í stefnu Evrópusambandsins gagnvart ystu svæðum þess og hvaða styrkir, aðlaganir eða sérlausnir myndu þá standa til boða. Það veltur á samningaviðræðum Íslands við ESB. Þar á meðal eru hugsanlegir styrkir til að lækka ferðakostnað milli Íslands o...
Reglugerðir Evrópusambandsins banna alla ríkisstyrki sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkja með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni á innri markaði ESB. Ákveðnar undanþágur eru þó veittar ef inngrip ríkisins er...