Spurning
Af hverju hafa Þýskaland og Frakkland svona mikið að segja í ESB? [Fréttaskýring]
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Þýskaland og Frakkland hafa ávallt verið kjölfestan í Evrópusambandinu og forverum þess, enda liggur ein helsta rót sambandsins í vilja þessara fyrrum óvinaríkja til að koma í veg fyrir stríð þaðan í frá. Þau hafa þó ekki alltaf átt sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu var stofnað árið 1958 lá við að upp úr syði milli þeirra, meðal annars vegna landbúnaðarmála, en upp úr því tókust góð kynni með Adenauer kanslara og de Gaulle forseta og þeir leystu ýmis viðkvæm ágreiningsmál í bróðerni. Allar götur síðan hefur oft komið fyrir í sögu ESB að Frakkar og Þjóðverjar hafa fyrst leyst úr ágreiningsmálum sín á milli og síðan lagt sameiginlegar tillögur fyrir stofnanir sambandsins.- Dinan, Desmond, 2010. Ever Closer Union: An Introduction to European Integration. 4. útgáfa. Houndmills, Basingstoke: Palgrave/Macmillan.
- Warleigh-Lack, Alex, 2009. European Union: The Basics. 2. útg. London: Routledge.
- Mynd af Adenauer og de Gaulle sótt á de.wikipedia.org, 18.8.2011.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur22.8.2011
Flokkun:
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson og Þórhildur Hagalín. „Af hverju hafa Þýskaland og Frakkland svona mikið að segja í ESB? [Fréttaskýring]“. Evrópuvefurinn 22.8.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60479. (Skoðað 13.10.2024).
Höfundar
Þorsteinn Vilhjálmssonprófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela