Hvað er Lyfjastofnun Evrópu og hvert er hlutverk hennar?
Spyrjandi
Anna Bergljót Thorarensen
Svar
Lyfjastofnun Evrópu (e. European Medicines Agency, EMA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins með aðsetur í London. Henni var komið á fót árið 1995 undir nafninu Lyfjamálastofnun Evrópu (e. European Medicines Evaluation Agency, EMEA) sem var notað fram til ársins 2004. Lyfjastofnun Evrópu er helsti vettvangur samstarfs lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu. Hún ber ábyrgð á vísindalegu mati og eftirliti með ákveðnum lyfjum sem ætluð eru mönnum og dýrum og þróuð eru af lyfjafyrirtækjum til notkunar á Evrópska efnahagssvæðinu.- Mannalyfjanefndin (e. the Committee for Medicinal Products for Human Use, CHMP).
- Dýralyfjanefndin (e. the Committee for Medicinal Products for Veterinary Use, CVMP).
- Nefnd lyfja við fátíðum sjúkdómum (e. the Committee for Orphan Medicinal Products (COMP).
- Jurtalyfjanefndin (e. the Committee on Herbal Medicinal Products (HMPC).
- Barnalyfjanefndin (e. the Paediatric Committee (PDCO).
- Hátæknimeðferðarlyfjanefndin (e. the Committee for Advanced Therapies (CAT).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur11.5.2012
Efnisorð
Lyfjamálastofnun Lyfjastofnun framkvæmdastjórnin London lyf Evrópska efnahagssvæðið EFTA/EES-ríki innri markaðurinn matsgerð miðlægt markaðsleyfi vísindanefnd Ísland
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvað er Lyfjastofnun Evrópu og hvert er hlutverk hennar?“. Evrópuvefurinn 11.5.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=9988. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Hvert er eðli EES-samningsins?
- Af hverju setur Evrópusambandið sérstakar reglur um öryggi leikfanga?
- Er það rétt að Evrópusambandið banni börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?