Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að jafn aðgangur - 51 svör fundust
Niðurstöður

Munu vísindamenn á Íslandi fá fleiri styrki eða frekari aðgang að sjóðum ESB ef Ísland gerist fullgildur aðili að ESB?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Íslenskir vísindamenn hafa fullan aðgang að rannsókna- og nýsköpunarsjóðum Evrópusambandsins, til jafns við aðildarríki ESB, í gegnum EES-samninginn. Sjóðirnir, sem heyra undir 7. rannsóknaráætlun Evrópusambandsins og samkeppnis- og nýsköpunaráætlunina, eru svonefndir sa...

Ef Ísland gengur í ESB og tekur upp evru verða þá verð á fatnaði nákvæmlega þau sömu hér og í öðrum evruríkjum?

Stutta svarið er varla. Þótt ekki sé útilokað að verð á fatnaði yrðu í einhverjum tilfellum þau sömu hér og á meginlandi Evrópu, ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru, yrði það frekar undantekning en regla. Aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu gæti haft margvísleg áhrif á efnahag landsins...

Hver var niðurstaða skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál með tilliti til þess hvort það sé hægt eða skynsamlegt að taka einhliða upp erlenda mynt?

Með tilliti til ofangreindrar spurningar var niðurstaða skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldmiðils- og gengismál sú að hægt er að taka einhliða upp erlenda mynt og það á frekar skömmum tíma. Hins vegar telja skýrsluhöfundar að einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé ekki skynsamlegur valkostur fyrir Ísland. *** ...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Menntaáætlun ESB

Menntaáætlun ESB (e. Life Long Learning Programme) er samstarfsverkefni aðildarríkja ESB á sviði menntamála. Markmið Menntaáætlunarinnar er einkum að hjálpa einstaklingum, grunn-, framhaldsskóla- og háskólanemum, iðnnemum, kennurum og fleirum, að kynnast öðrum ESB-ríkjum og stunda þar nám og störf. Áætlunin nær yf...

Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB veitir öllum aðildarríkjum jafnan aðgang að hafsvæðum sambandsins. Þessi regla sætir þó takmörkunum og veitir ekki jafnan aðgang að veiðum. Ákvarðanir um heildarafla og veiðiheimildir einstakra aðildarríkja eru teknar af landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu á grundvelli reglunnar ...

Hvernig mundu atvinnulausir græða á ESB-aðild?

Reglur Evrópusambandsins um samræmingu réttinda atvinnulausra í aðildarríkjunum hafa þegar verið innleiddar í íslensk lög á grundvelli EES-samningsins. Réttarstaða atvinnulausra mundi því ekki breytast við aðild Íslands að Evrópusambandinu. *** Réttur einstaklinga til frjálsrar farar, það er til að dvelja og...

Hver er stefna ESB í sjávarútvegsmálum?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB (e. Common Fisheries Policy), eins og hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983. Stefnan er víðtæk en undir hana fellur meðal annars sameiginleg stjórnun fiskveiða og verndun fiskistofna, sameiginlegt markaðsskipulag, uppbyggingarstefna og samningar við þriðju ríki. Stefnan ...

Hvernig vitum við að ESB mundi ekki bara ráðast á auðlindir okkar ef við göngum í ESB?

Evrópusambandið og aðildarríkin fara sameiginlega með valdheimildir í orkumálum, sbr. 4. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE), en valdmörkin eru nánar skilgreind í 194. grein SSE. Þar er kveðið á um að Evrópuþingið og ráðið skuli ákveða nauðsynlegar ráðstafanir til að ná markmiðum orkustefnu sam...

Hvernig mundi vinnumarkaðurinn á Íslandi breytast ef við göngum í ESB?

Kaflinn um félags- og atvinnumál heyrir undir EES-samninginn og því hefur Ísland að mestu tekið upp þá löggjöf Evrópusambandsins sem varðar vinnumarkaðinn. Möguleg aðild Íslands að sambandinu hefði því ekki í för með sér miklar breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Helstu breytingar yrðu þær að íslensk stjórnvöld f...

Hvaða viðskiptasamningar okkar falla niður við aðild að ESB? Hvaða samningar ESB kæmu í staðinn? Hver yrðu heildaráhrifin?

Ef Ísland gengi í ESB þyrfti að segja upp stofnsáttmála EFTA (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á EFTA og ESB?) og fríverslunarsamningum sem Ísland er aðili að sem EFTA-ríki. Sömuleiðis þyrfti að segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum og gera breytingar á öðrum gildandi viðskiptasamningum svo að þeir s...

Hagkvæmt myntsvæði

Hugtakið hagkvæmt myntsvæði (e. optimum currency area, OCA) er notað í kenningum hagfræðinga um það hvenær myntsamstarf ríkja borgar sig og hvenær ekki. Það á rætur að rekja til Roberts Mundell (1961), nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Hagkvæmt myntsvæði er svæði þar sem það hámarkar efnahagslega hagkvæmni svæði...

Hver er staða smáríkja innan ESB?

Geta smáríkja til að hafa áhrif innan Evrópusambandsins er umdeild en uppbygging sambandsins veitir aðildarríkjunum ólíka möguleika. Stærri aðildarríkin hafa fleiri atkvæði í ráðinu og fleiri fulltrúa á Evrópuþinginu en þar að auki búa þau yfir meira fjármagni, mannauði og viðameiri stjórnsýslu. Smáríki hafa minni...

Mætti ekki lengur bjóða upp á sértilboð fyrir Íslendinga í Bláa lónið ef Ísland gengi í ESB?

Það veltur á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja eins og Bláa lónsins hvort þau séu bundin af banni EES-samningsins við mismunun á grundvelli ríkisfangs. Niðurstaðan um slíkt bann, af eða á, myndi gilda áfram eftir að Ísland yrði aðili að ESB. - Mismunun á grundvelli ríkisfangs innan ESB eða EES er bönnuð bæði samkvæ...

Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?

Afar litlar breytingar yrðu á aðgangi Íslendinga að vinnumarkaði ríkja Evrópusambandsins ef Ísland gengi í sambandið. Ísland hefur fullgilt EES-samninginn og er því aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur um vinnumarkað falla að miklu leyti undir EES-samninginn og Ísland hefur því tekið nánast allt regluverk sam...

  • Síða nr. 1 2 3

Leita aftur: