Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að efnahags- og félagsmála nefnd - 127 svör fundust
Niðurstöður

Nefnd fastafulltrúa aðildarríkja ESB

Nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna (fr. Comité des représentants permanents, COREPER) gegnir því hlutverki að undirbúa fundi ráðherraráðsins. Öll mál sem koma fyrir nefndina eru rædd og skjöl yfirfarin áður en þau fara fyrir ráðherraráðið. Nefnd fastafulltrúanna skiptist í tvær aðskildar nefndir sem hvor um sig h...

Efnahags- og félagsmálaráð SÞ

Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Economic and Social Council, ECOSOC) er skipað fulltrúum 54 ríkja sem valdir eru á allsherjarþinginu eftir landsvæðum til þriggja ára í senn. Afríka hefur fjórtán fulltrúa, Asía ellefu, Austur-Evrópa sex, Suður-Ameríka og lönd í Karíbahafinu hafa tíu...

Hvað er tveggja stoða kerfi EES-samningsins?

Stofnanalegum samskiptum fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins er gjarnan lýst sem tveggja stoða kerfi. Önnur stoðin er samsett úr stofnunum EFTA en hin úr stofnunum ESB. Á milli stoðanna tveggja eru sameiginlegar stofnanir samningsaðilanna sem eru vettvangur samstarfs...

Allsherjarþing SÞ

Allsherjarþingið (e. General Assembly) er ein af helstu stofnunum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Öll ríki SÞ eru aðilar að allsherjarþinginu og auk þess hafa Palestína og Vatíkanið þar áheyrnarfulltrúa. Allsherjarþingið kemur saman einu sinni á ári. Þingið hefst þriðja þriðjudag í september og stendur fram í desember...

Af hverju eru ekki allar þjóðir innan ESB með evru sem gjaldmiðil?

Ellefu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins eru ekki hluti af evrusamstarfinu eða evruhópnum, eins og evruríkin eru oft nefnd. Tvö þeirra hafa varanlega undanþágu frá upptöku evru en hin níu eru skuldbundin til upptökunnar. Þau eru þó mislangt á veg komin með að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku hins sameiginlega ...

Hvaða reglur gilda í ESB um bakstur og aðra matargerð í heimahúsum og sölu á afurðunum til góðgerðarstarfs eða annars?

Um bakstur og matargerð í heimahúsum og sölu á slíkum afurðum gilda engar sérstakar reglur í Evrópusambandinu, nema matvælafyrirtæki sé beinlínis rekið í heimahúsi. Þvert á móti er starfsemi sem hvorki er samfelld né skipulögð, og fer til dæmis fram í tengslum við viðburði eins og þorpshátíðir eða kökubasara kvenf...

Ráðið

Ráð Evrópusambandsins (e. Council of the European Union, einnig kallað ráðherraráðið (e. Council of Ministers) eða ráðið (e. Council)) fer með löggjafarvald í sambandinu ásamt Evrópuþinginu og samræmir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í fjölmörgum málaflokkum. Ráðið hefur aðsetur í Brussel þar sem það fundar reg...

Hvaða evruríki uppfylla Maastricht-skilyrðin?

Ekkert evruríkjanna 17 uppfyllti öll Maastricht-skilyrðin árið 2011, þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar þáverandi utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í febrúar 2013. Níu ríki uppfylltu skilyrðið um verðstöðugleika og ellefu ríki uppfylltu skilyrðið um vexti. Ívið færri uppfylltu Maastricht- s...

Gengissamstarf Evrópu

Fyrra gengissamstarf Evrópu (e. European Exchange Rate Mechanism, ERM) var stofnað á grundvelli peningakerfis Evrópu (e. European Monetary System, EMS) árið 1979 í þeim tilgangi að auka samvinnu aðildarríkja Evrópubandalagsins í peningamálum. Samvinnunni var komið á fót í tengslum við tillögur um stofnun Efnahags-...

Seðlabanki Evrópu

Seðlabanki Evrópu (e. European Central Bank, ECB) hóf formlega störf 1. janúar 1999 þegar þriðja stigi Efnahags- og myntbandalagsins (e. Economic and Monetary Union, EMU) var hrundið í framkvæmd og gengi gjaldmiðla tilvonandi evruríkja var endanlega fest. Helsta hlutverk Seðlabanka Evrópu er að fara með stjórn ...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn

Fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu var Kola- og stálbandalagið (KSB) sem tók til starfa árið 1952. Að því stóðu sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Menn vildu koma í veg fyrir stríð á svæðinu í framtíðinni, kol og stál skiptu þá miklu í hernaði og mikilvægar námur voru á s...

Aðalráð Seðlabanka Evrópu

Aðalráðið (e. General Council) samanstendur af forseta og varaforseta Seðlabanka Evrópu og seðlabankastjórum allra aðildarríkja ESB. Tíu ríki innan Evrópusambandsins taka ekki þátt í þriðja áfanga Efnahags- og myntbandalagsins sem felur í sér upptöku evru. Þó er gert ráð fyrir því að öll aðildarríki ESB taki upp e...

Myndi ESB veita styrki til jarðganga eða brúarsmíði hér ef til aðildar kæmi?

Tæpum þriðjungi af uppbyggingarsjóðum Evrópusambandsins er varið til að bæta samgöngur í aðildarríkjunum á tímabilinu 2007-2013. Ef Ísland gerðist aðili að sambandinu má gera ráð fyrir að stuðningur til slíkra verkefna fengist einnig hér á landi. Ákvörðun um hvaða verkefni hlytu stuðning, jarðgöng, brúarsmíði, alm...

Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu?

Vísað er til goðsagnar um Evrópu í elstu varðveittu hetjuljóðum Grikkja, sem eignuð eru hinum fornu höfuðskáldum Hómer og Hesíodosi.1 Í varðveittu kvæði um uppruna guðanna telur Hesíodos Evrópu meðal afkvæma guðsins Okeanosar. 2 Þau voru sett skör lægra en Ólympsguðir í stigveldi grískrar goðafræði. Þessi hugmynd ...

Hvaða Norðurlönd hafa evru sem gjaldmiðil?

Finnland er eina Norðurlandið sem hefur evru sem gjaldmiðil. Danmörk er undanþegin ákvæði Maastricht-sáttmálans um upptöku evru, þar sem ríkið samdi sérstaklega um það fyrir gildistöku hans. Svíþjóð hefur í raun tekið einhliða ákvörðun um að standa utan evrusvæðisins. Ísland og Noregur, sem ekki eru aðilar að Evró...

Leita aftur: