Spurning
Efnahags- og félagsmálaráð SÞ
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Economic and Social Council, ECOSOC) er skipað fulltrúum 54 ríkja sem valdir eru á allsherjarþinginu eftir landsvæðum til þriggja ára í senn. Afríka hefur fjórtán fulltrúa, Asía ellefu, Austur-Evrópa sex, Suður-Ameríka og lönd í Karíbahafinu hafa tíu og Vestur-Evrópa og önnur lönd þrettán. Ráðið heldur mánaðarlangt þing í júli á ári hverju, til skiptis í New York og Genf. Ákvarðanir ráðsins eru teknar með meirihluta greiddra atkvæða. Efnahags- og félagsmálaráðið er aðalvettvangur málefna Sameinuðu þjóðanna er viðkoma efnahags- og félagsmálum. Hlutverk þess er að efla lífsgæði, atvinnu og efnahags- og félagslega þróun. Þá á ráðið að leysa alþjóðleg félagsleg, efnahags- og heilbrigðisvandamál og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum og frelsi fólks. Yfirgripsmikið starf efnahags- og félagsmálaráðsins skiptist í nokkrar nefndir eftir málefnum. Þær eru:- Mannréttindanefnd.
- Fíkniefnanefnd.
- Nefnd um félagslega þróun.
- Nefnd um mannfjölda og þróun.
- Nefnd um stöðu kvenna.
- Nefnd um tölfræðileg málefni.
- Nefnd um varnir gegn glæpum og réttláta meðferð sakamála.
- Nefnd um sjálfbæra þróun.
- Nefnd um vísinda- og tækniþróun.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur11.4.2014
Flokkun:
Efnisorð
Sameinuðu þjóðirnar efnahags- og félagsmálaráð allsherjarþingið efnahagsmál félagsmál mannréttindi
Tilvísun
Evrópuvefur. „Efnahags- og félagsmálaráð SÞ“. Evrópuvefurinn 11.4.2014. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66531. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?
- Hversu sjálfstæð þjóð eru Íslendingar ef litið er til sjálfstæðisbaráttu, inngöngu í EES og hugsanlegrar inngöngu í ESB?
- Fréttamönnum verður tíðrætt um "alþjóðalög". Hvar situr það löggjafarþing er lögin setur? Á orðið sér einhverja stoð?
- Getum við borið ESB saman við eitthvað annað kerfi í sögunni?
- Hver er stefna ESB í umhverfismálum?
- Getur Evrópusambandið gerst aðili að alþjóðlegum samningum?
- Hvernig komust mannréttindi á dagskrá í ESB?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela