Spurning
Myndi ESB veita styrki til jarðganga eða brúarsmíði hér ef til aðildar kæmi?
Spyrjandi
Jónas Guðmundsson
Svar
Tæpum þriðjungi af uppbyggingarsjóðum Evrópusambandsins er varið til að bæta samgöngur í aðildarríkjunum á tímabilinu 2007-2013. Ef Ísland gerðist aðili að sambandinu má gera ráð fyrir að stuðningur til slíkra verkefna fengist einnig hér á landi. Ákvörðun um hvaða verkefni hlytu stuðning, jarðgöng, brúarsmíði, almenningssamgöngur eða annað, yrði í flestum tilfellum tekin af íslenskum stjórnvöldum í samræmi við forgangsatriði byggðastefnu ESB, leiðbeiningar framkvæmdastjórnarinnar og aðstæður á Íslandi.Kortið sýnir skiptingu aðildarríkjanna í svæði. Appelsínugulu svæðin eru fátækust, þar er verg landsframleiðsla á mann undir 75% af ESB-meðaltali. Bláu svæðin eru þau sem hafa náð 75% þröskuldinum. Smellið á kortið til að stækka það.
Styrkir til samgöngumála eru veittir úr tveimur af þremur uppbyggingarsjóðum byggðastefnunnar:
- Byggðaþróunarsjóði Evrópu (European Regional Development Fund, ERDF). Úr honum eru meðal annars veittir styrkir til þróunar og endurskipulagningar atvinnuskilyrða og til uppbyggingar nýrra atvinnuvega í iðnaðarhéruðum þar sem hnignunar gætir (176. gr. sáttmálans um starfshætti ESB). Styrkirnir eru veittir á öllum svæðum sambandsins.
- Samheldnisjóðnum (Cohesion Fund). Úr honum eru eingöngu veittir styrkir í aðildarríkjum þar sem þjóðartekjur eru undir 90% af ESB-meðaltali (reglugerð 1083/2006, 5. gr.) og aðeins til umhverfis og grunnvirkja fyrir samevrópsk flutninganet (TEN-T) (177. gr. sáttmálans um starfshætti ESB).
- Háhraðalest frá Madrid til Miðjarðarhafs, Spáni: Verkefnið felur í sér lagningu 221 kílómeters langra brautarteina með 24 kílómetra löngum jarðgöngum auk brúa. Þar með verður ferðatíminn milli Madrídar og Valencia styttur um rúman helming. Heildarkostnaður verkefnis: 1.122.895.800 evrur. Þar af styrkur úr Byggðaþróunarsjóði: 725.839.800 evrur.
- Vegabætur kringum Hamborg, Þýskalandi: Tveimur nýjum köflum bætt við A26 hraðbrautina með það fyrir augum meðal annars að lækka flutningskostnað, stytta ferðatíma bæta öryggi og þannig draga úr útblæstri og mengun. Heildarkostnaður verkefnisins: 85.712.100 evrur. Þar af styrkur frá Byggðaþróunarsjóði: 52.200.000 evrur.
- „Pöntunarsamgöngur“ (e. transport on demand) í Austur-Skotlandi: Þróun sveigjanlegrar samgönguáætlunar á dreifbýlasta svæði Skotlands til að auka samnýtingu farartækja, minnka notkun einkabílsins og draga þannig úr kostnaði og mengun. Heildarkostnaður verkefnisins 378.767 evrur. Þar af styrkur frá Byggðaþróunarsjóði: 186.921 evrur.
- Framkvæmdastjórn ESB, 2008: Arbeiten für die Regionen: EU-Regionalpolitik 2007-2013.
- Framkvæmdastjórn ESB, 2008: Cohesion Policy 2007-2013: National Strategic Reference Frameworks.
- Kort sótt á ec.europa.eu - Regional Policy, 23.8.11.
Er einhvern stuðning að hafa frá Evrópusambandinu eða úr sjóðum þess til að byggja upp ný samgöngumannvirki á Íslandi, t.d. jarðgöng eða brýr ef Ísland gerist aðili að sambandinu? Sé svo hvaða skilyrði þarf að uppfylla um t.d. arðsemi mannvirkisins, stöðu byggðar á svæðinu, eigið framlag, gjaldtöku (veggjöld), stöðu ríkissjóðs viðkomandi ríkis o.s.frv. Hafi styrkir verið veittir til gerðar samgöngumannvirkja í einstökum ríkjum sambandsins væri vel þegið að fá einhvern fróðleik um það, t.d. skilyrði sem þurfti að uppfylla, lánakjör, og annað sem máli kann að skipta?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur29.8.2011
Flokkun:
Efnisorð
ESB byggðastefna uppbyggingarsjóðir Byggðaþróunarsjóður Samheldnisjóður samgöngur umhverfismál
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Myndi ESB veita styrki til jarðganga eða brúarsmíði hér ef til aðildar kæmi?“. Evrópuvefurinn 29.8.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60476. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela