Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að sameiginleg sj������var������tvegsstefna ESB - 665 svör fundust
Niðurstöður

Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB? - Myndband

Í stuttu máli er svarið já. Í tvö þeirra fjögurra skipta sem Noregur hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu var aðildarviðræðum lokið með undirritun aðildarsamnings. Fullmótaður aðildarsamningur var lagður í þjóðaratkvæði árin 1972 og 1994 og í báðum tilvikum var honum hafnað. Úrslit kosninganna hafa einkum verið...

Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB? - Myndband

Nei, veiðar á lóu og spóa yrðu ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland yrði aðili að ESB. Báðar tegundirnar eru á lista yfir þær tegundir sem aðildarríkjunum er heimilt að leyfa veiðar á og eru taldar upp í viðauka við svonefnda fuglatilskipun. Aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en t...

Hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn í viðræðunum við ESB?

Markmið Íslands varðandi heimskautarefinn, í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, er að hann verði undanþeginn friðun og að hér verði áfram heimilt að setja reglur um stjórnun nýtingar og veiða á dýrum úr íslenskum stofnum heimskautarefsins. Samningskaflinn um umhverfismál, sem reglur sambandsins um verndun vill...

Hver eru rökin fyrir því að hætta við aðildarumsóknina áður en við sjáum aðildarsamninginn?

Helstu rökin sem færð hafa verið fyrir því að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hætt eða þeim frestað eru þau að sambandið eigi við mikla erfiðleika að glíma og forsendur umsóknarinnar hafi því breyst. Viðræðurnar hafi tekið lengri tíma og kostað meira en upphaflega var áætlað og þær njóti lítils s...

Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?

Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hön...

Sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi

Á fundi leiðtogaráðsins árið 1999 var ákveðið að skrásetja hin óskráðu mannréttindi, sem dómstóll Evrópusambandsins hafði úrskurðað að giltu í sambandinu, og gera vægi þeirra sýnilegra borgurum sambandsins. Ákveðið var að stefna saman fulltrúum leiðtoganna, þjóðþinganna og Evrópuþingsins til sérstakrar samkomu (Eu...

Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjór...

Er ekki sanngjarnt að helmingur styrks frá ESB til að kynna sig á Íslandi renni til andstæðinga ESB-aðildar, eða að íslenska ríkið veiti þeim jafnháa fjárhæð, 5,0 milljarða króna á ári?

Evrópusambandið áætlar að verja 1,4 milljónum evra í kynningarmál hér á landi yfir tveggja ára tímabil, eða rúmum 230 milljónum íslenskra króna á genginu í ágúst 2011. Umsjón verkefnisins var boðin út haustið 2010 og þann 11. ágúst 2011 var tilkynnt að samið hefði verið um verkið við fyrirtækin Media Consulta Inte...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

Snúast fríverslunarsamningar um algjörlega frjáls viðskipti án tolla og hafta? Er EES-samningurinn fríverslunarsamningur?

Fríverslunarsamningar snúast fyrst og fremst um niðurfellingu tolla. Tollar eru hins vegar langt í frá einu hindranirnar í viðskiptum milli ríkja. EES-samningurinn er fríverslunarsamningur milli EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, og Evrópusambandsins. *** Oft er talað um fríverslunarsvæði (...

Eru einhver tímamörk á aðildarviðræðunum eða geta þær verið "endalausar"?

Nei, það eru engin tímamörk á aðildarviðræðunum. Að minnsta kosti eru engir tímafrestir nefndir í opinberum gögnum málsins, hvorki af hálfu Íslands né Evrópusambandsins. Viðræðurnar munu því vara svo lengi sem þeim lýkur ekki með undirritun aðildarsamnings eða vegna þess að annar aðilinn slítur þeim. *** Í o...

Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá?

Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild að sambandinu stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (e. Instrument for Pre-accession Assistance eða fjármögnunarleið við foraðildarstuðning). IPA-áætluninni var komið á fót til að styðja við umsóknarríki bæði í formi fjárhagsstuðnings og í gegnum tvíhliða sam...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn - Myndband

Fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu var Kola- og stálbandalagið sem tók til starfa árið 1952. Að því stóðu sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Menn vildu koma í veg fyrir stríð á svæðinu í framtíðinni, kol og stál skiptu þá miklu í hernaði og mikilvægar námur voru á svæðum ...

Af hverju er haldið upp á Evrópudaginn 9. maí?

Hinn 9. maí árið 1950 lýsti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, því yfir að Frakkar vildu byggja upp nýja Evrópu samstöðu og friðar. Þetta ætluðu Frakkar að gera ásamt V-Þýskalandi og öðrum þeim Evrópulöndum sem vildu taka þátt. Schuman lagði til að stofnuð yrðu yfirþjóðleg samtök sem færu með ...

Hversu hátt hlutfall af lögum aðildarríkja kemur frá ESB?

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Evrópusambandsins á löggjöf í aðildarríkjunum. Niðurstöður slíkra rannsókna er hins vegar erfitt að bera saman þar sem ólíkar forsendur liggja þeim iðulega til grundvallar. Í fyrsta lagi eru áhrif ESB skilgreind á mismunandi hátt. Í flestum tilfellum er orðið aðeins not...

Leita aftur: