Spurning
Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB? - Myndband
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Nei, veiðar á lóu og spóa yrðu ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland yrði aðili að ESB. Báðar tegundirnar eru á lista yfir þær tegundir sem aðildarríkjunum er heimilt að leyfa veiðar á og eru taldar upp í viðauka við svonefnda fuglatilskipun. Aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en tilskipunin krefst. Veiðar á lóu og spóa eru bannaðar á Íslandi og aðild að ESB mundi engu breyta um það bann. Veiðarnar verða áfram bannaðar nema íslensk stjórnvöld ákveði annað.This text will be replaced
Hægt er að lesa meira um lóur og spóa og aðra fugla í svörum við spurningunum Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB? og Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og þá var fullyrt að við inngöngu í ESB mundu veiðar á rjúpu og svartfugli verða bannaðar. Er þetta rétt?
Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins. Það er unnið í samstarfi við Áttavitann.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 5.10.2012
Efnisorð
ESB veiðar skotveiðar lóa spói fuglar fuglatilskipunin vernd friðun
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB? - Myndband“. Evrópuvefurinn 5.10.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63394. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?
- Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög? - Myndband
- Af hverju setur Evrópusambandið sérstakar reglur um öryggi leikfanga? - Myndband
- Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB? - Myndband
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela