Spurning
Af hverju setur Evrópusambandið sérstakar reglur um öryggi leikfanga? - Myndband
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Reglur Evrópusambandsins um öryggi leikfanga eiga að tryggja öryggi og heilsu neytenda. Oftast eru það börn sem leika sér með leikföng og þau þurfa sérstaka vernd. Ekki er þó víst að öryggi sé betur tryggt með sameiginlegri evrópskri löggjöf en með reglum á forræði hvers aðildarríkis um sig. Megintilgangurinn með sameiginlegum reglum um öryggi leikfanga er að ryðja úr vegi tálmum fyrir frjálsu vöruflæði milli aðildarríkja sambandsins. Ósamræmi í reglum aðildarríkjanna, einkum ólíkar kröfur til öryggis og eftirlits með öryggi, gat skapað viðskiptahindranir og skekkt samkeppnisaðstöðu. Þannig stóð það sameiginlegum markaði aðildarríkjanna fyrir þrifum. – Svipuð sjónarmið liggja raunar til grundvallar reglum ESB um ýmis önnur mál.This text will be replaced
Hægt er að lesa meira um öryggi leikfanga í svörum við spurningunum Af hverju setur Evrópusambandið sérstakar reglur um öryggi leikfanga? og Er það rétt að Evrópusambandið banni börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?
Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins. Það er unnið í samstarfi við Áttavitann.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur22.8.2012
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Af hverju setur Evrópusambandið sérstakar reglur um öryggi leikfanga? - Myndband“. Evrópuvefurinn 22.8.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63094. (Skoðað 14.9.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela