Spurning

Hefur ríki verið neitað um inngöngu í ESB? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Já, Bretlandi var í tvígang neitað um inngöngu í Evrópusambandið áður en landið fékk aðild árið 1973. Bretar höfðu ekki sýnt því áhuga að taka þátt í Evrópusamstarfinu þegar því var komið á fót en snérist seinna hugur og sóttu um aðild árið 1962. Þáverandi Frakklandsforseti, Charles De Gaulle, beitti neitunarvaldi gegn umsókn Breta á þeim forsendum að aðild þeirra gæti raskað þeim stöðugleika sem ríkti innan sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar og að Bretar hefðu fremur áhuga á fríverslun en samvinnu. Bretland sótti aftur um aðild að Evrópusambandinu árið 1967 en aftur beitti De Gaulle neitunarvaldi gegn umsókn Breta þvert gegn vilja hinna fimm aðildarríkja sambandsins. Rökstuðningur Frakklandsforsetans að þessu sinni var sá að Bretland væri ekki tilbúið til að takast á við skuldbindingar innri markaðarins í ljósi þeirra efnahagsörðugleika sem Bretar glímdu við á þessum tíma. Þriðja umsókn Bretlands að ESB var lögð fram árið 1969. Að þessu sinni voru engin mótmæli gegn umsókn Breta enda hafði Charles De Gaulle þá látið af embætti.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um aðildarumsóknir Breta í svari við spurningunni Hefur ríki verið neitað um inngöngu í ESB?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á Youtube-síðu Evrópuvefsins.

Við þetta svar er engin athugasemd Fela