Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að almenn lagasetningarme��fer�� - 129 svör fundust
Niðurstöður

Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?

Viðræðum Íslands og ESB um samningskaflann um utanríkis-, öryggis- og varnarmál er lokið. Í opinberri samningsafstöðu Íslands, sem mótuð var af samningahópnum um utanríkisviðskipti, utanríkis- og öryggismál, kemur fram að Ísland sé tilbúið að taka þátt í sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmál...

Alþjóðaviðskiptastofnunin

Alþjóðaviðskiptastofnunin (e. World Trade Organization, WTO) var stofnuð árið 1994 á grundvelli hins almenna samnings um tolla og viðskipti (e. General Agreement on Tariffs and Trade, GATT), sem samið var um við lok Úrúgvæviðræðnanna. Stofnunin myndar sameiginlegt þak yfir alþjóðlega samninga eins og GATT-samningi...

Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu?

Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á að fara með formennsku í ráðinu í sex mánuði í senn. Samkvæmt ákvæði 16(9) sáttmálans um Evrópusambandið, í samræmi við 236. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, fara fulltrúar aðildarríkjanna í ráðinu með formennsku í samsetningum ráðsins til skiptis, að undans...

EFTA-dómstóllinn

Dómstóll Fríverslunarsamtaka Evrópu (European Free Trade Association, EFTA), oftast nefndur EFTA-dómstóllinn, hefur lögsögu yfir EFTA-ríkjum sem eiga aðild að EES-samningnum, Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Hlutverk EFTA-dómstólsins er fyrst og fremst að tryggja samræmda túlkun og beitingu EES-samningsins og þei...

Er viturlegt að fjárfesta í evrum?

Spurningu eins og þessari verður að sjálfsögðu ekki svarað með já-i eða nei-i. Svarið fer meðal annars eftir markmiðum fjárfestisins, aðstæðum hans og kunnáttu. Þegar fjárfestingin er veruleg er fólki eindregið ráðlagt að fylgjast vel með gangi mála kringum þann miðil sem valinn er. *** Sá sem ætlar að leggj...

Var Ísland að undirgangast einhverjar lagalegar skyldur með því að sækja um aðild að ESB?

Ekki verður séð að Ísland hafi tekið á sig nýjar lagalegar skuldbindingar með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Aðildarviðræðurnar fara fram í samræmi við ákveðinn samningsramma (e. negotiating framework) þar sem vísað er sérstaklega í 49. grein sáttmálans um Evrópusambandið (e. Treaty on the European Uni...

Hvað er iðnaðarsalt og má nota það í matvæli á Íslandi eða í öðrum Evrópulöndum?

Gerður er greinarmunur á salti sem er framleitt til iðnaðarnota og salti sem ætlað er til manneldis. Salt sem framleitt er til matvælaframleiðslu er undir meira eftirliti og eru gerðar strangari kröfur til meðhöndlunar og geymslu þess. Hin almenna matvælalöggjöf Evrópusambandsins hefur verið innleidd á Íslandi. Þv...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um orkumál?

Samningskaflinn um orkumál heyrir að hluta til undir EES-samninginn. Í samningsafstöðu sinni samþykkir Ísland regluverk kaflans en sækist jafnframt eftir fimm undanþágum frá löggjöf ESB. Í fyrsta lagi óskar Ísland þess að vera undanskilið skyldum sambandsins um viðhald á lágmarksbirgðum af olíu. Í öðru lagi sækist...

Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB? - Myndband

Það gilda ekki sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggist á því að aðildarrí...

Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?

Helstu breytingarnar sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér varðandi póstverslun lúta að tollum annars vegar og fyrirkomulagi virðisaukaskattsinnheimtu hins vegar. – Núverandi umhverfi póstverslunar á Íslandi býður upp á ýmsa möguleika til einföldunar óháð aðild að ESB og hefur Alþingi nýverið ákveðið a...

Hvernig mundi vinnumarkaðurinn á Íslandi breytast ef við göngum í ESB?

Kaflinn um félags- og atvinnumál heyrir undir EES-samninginn og því hefur Ísland að mestu tekið upp þá löggjöf Evrópusambandsins sem varðar vinnumarkaðinn. Möguleg aðild Íslands að sambandinu hefði því ekki í för með sér miklar breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Helstu breytingar yrðu þær að íslensk stjórnvöld f...

Verða jólin betri ef við göngum í ESB?

Undanfarna mánuði hefur Evrópuvefurinn staðið fyrir kynningum á vefnum í framhaldsskólum og jafnframt tekið á móti spurningum um Evrópumál frá nemendum. Markmið þessara heimsókna er fyrst og fremst að ræða við nemendur um mikilvægi hlutlægra upplýsinga í tengslum við Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar og benda ...

Mundi ESB-aðild breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska fiskveiðilögsögu? Hefði verið betra eða verra í núverandi makríldeilu að vera aðili að ESB?

Svarið við fyrri spurningunni er já. Aðild að Evrópusambandinu mundi breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýir fiskistofnar tækju að ganga inn í íslenska lögsögu. Það á jafnt við ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska lögsögu úr lögsögu aðildarríkis Evrópusambandsins, úr lögsögu ríkis utan Evrópusambandsins (oft...

Evrópuráðið

Evrópuráðið (Council of Europe) var stofnað í Strassborg árið 1949 til þess að stuðla að friði og verja og efla mannréttindi, lýðræði, réttarríkið og evrópska samkennd. Eitt meginmarkmið Evrópuráðsins var að búa til vettvang þar sem leitað yrði virkra úrræða til þess að samræma stefnur og aðgerðir aðildarríkjanna ...

Starfsmannadómstóll Evrópusambandsins

Starfsmannadómstóll Evrópusambandsins (e. Civil Service Tribunal) leysir ágreininga milli starfsmanna og stofnana eða deilda Evrópusambandsins. Dómstólnum var komið á fót árið 2005 og hefur hann aðsetur í Lúxemborg. Dómstólinn skipa sjö dómarar sem tilnefndir eru af ráðinu. Hver dómari gegnir embættinu í sex á...

Leita aftur: