Spurning
Verða jólin betri ef við göngum í ESB?
Spyrjandi
Haukur Ingi Ólafsson
Svar
Undanfarna mánuði hefur Evrópuvefurinn staðið fyrir kynningum á vefnum í framhaldsskólum og jafnframt tekið á móti spurningum um Evrópumál frá nemendum. Markmið þessara heimsókna er fyrst og fremst að ræða við nemendur um mikilvægi hlutlægra upplýsinga í tengslum við Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar og benda þeim á hvar þær er að finna. Ofangreind spurning var eflaust lögð fyrir vefinn í hálfgerðu gríni en hún barst frá nemanda í Menntaskólanum við Sund. Spurningin hefur eflaust vaknað vegna umfjöllunar í fyrirlestrinum um gildishlaðin hugtök og hvernig hagsmunahópar beita þeim í Evrópuumræðunni málstað sínum í hag. Þegar miklir hagsmunir eru í húfi verður orðræðan oft fremur slagorðakennd og getur einkennst af gildishlöðnum hugtökum. Þessi hugtök eru sérstaklega áhrifaríkt tæki í höndum hagsmunaðila til þess að móta afstöðu einstaklinga þar sem slík hugtök skapa samkennd meðal fólks sem hægt er að virkja í pólitískum tilgangi. Í tilviki Evrópusambandsumræðunnar hafa hugtök eins og fullveldi, lýðræði, efnahagsstöðugleiki og einangrun á alþjóðavettvangi verið mikið notuð. Boðskapurinn er einfaldur og almennur svo auðveldara sé fyrir sem flesta að samþykkja hann.- Iver B. Neumann. 2006. European Identity and Its Changing Others. Norwegian Institute of International Affairs, 710: 6-14.
- Jólatréð á Austurvelli - visir.is. (Sótt 19.10.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur21.12.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB aðildarviðræður jólin hátíðirnar Evrópuumræðan gildishlaðin hugtök fullveldi lýðræði orðræða Noregur hagsmunaaðili efnahagsstöðugleiki einangrun á alþjóðavettvangi
Tilvísun
Evrópuvefur. „Verða jólin betri ef við göngum í ESB?“. Evrópuvefurinn 21.12.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64032. (Skoðað 13.10.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Er það rétt að fólki leyfist ekki að rækta grænmeti í bakgörðum eða gróðurhúsum á lóðum sínum í Evrópusambandinu?
- Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera?
- Er það rétt að Evrópusambandið banni börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?
- Hvers vegna er Cheerios bannað í sumum löndum?
- Fyrir hvað fær Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels?
- Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela