Spurning

Er það rétt að fólki leyfist ekki að rækta grænmeti í bakgörðum eða gróðurhúsum á lóðum sínum í Evrópusambandinu?

Spyrjandi

Sigrún Guðna

Svar

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst eru engar evrópskar reglur til sem kveða á um að í Evrópusambandinu sé borgurum óheimilt að rækta grænmeti í görðum sínum. Engar heimildir er heldur að finna fyrir því að þessu hafi nokkurs staðar verið haldið fram, en eins og komið hefur fram í öðrum svörum á Evrópuvefnum er ekki alltaf samræmi á milli þess sem reglur kveða á um í raun og þess sem sums staðar er haldið fram að þær kveði á um.

Sem dæmi má nefna svörin við spurningunum:


Í bænum Drummondville í Québec í Kanada ku það vera skylda að garðar fyrir framan hús séu minnst 30% gras.

Leit í víðáttum Netsins að upplýsingum um bann við grænmetisræktun er þó ekki alveg árangurslaus. Þar má meðal annars finna fréttir af hjónum í bæ einum í Québec í Kanada sem bæjaryfirvöld hafa bannað að leggja allan garðinn fyrir framan hús sitt undir grænmetisræktun. Þá eru einnig sagðar fréttir af banni við notkun mós við garðyrkju á Englandi og garðslöngubanni í suður- og austurhluta Englands, að ógleymdri fréttinni af því að bannað sé að nota kaffi til að drepa snigla í Evrópusambandinu. En Evrópuvefurinn hefur þegar svarað því hvort sú frétt eigi við rök að styðjast.

Hafi lesendur einhvers staðar rekist á fréttir af því að í Evrópusambandinu sé íbúum óheimilt að rækta grænmeti í bakgörðum eða gróðurhúsum á lóðum sínum eru þeir vinsamlegst beðnir um að skilja eftir athugasemd með tengli hér að neðan.

Mynd:

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur 8.11.2012

Flokkun:

Evrópumál > ýmislegt

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Er það rétt að fólki leyfist ekki að rækta grænmeti í bakgörðum eða gróðurhúsum á lóðum sínum í Evrópusambandinu?“. Evrópuvefurinn 8.11.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63591. (Skoðað 20.7.2024).

Höfundur

Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Við þetta svar er ein athugasemd Fela athugasemd

Hendrik Jónsson 9.11.2012

Í næsta garði við mig í Brussel er fólk sem ræktar sitt eigið grænmeti.