Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að EFTA-samstarfið - 153 svör fundust
Niðurstöður

Er Evrópusambandið ríkjasamband, stofnun eða eitthvað annað, hvað?

Samvinna aðildarríkja Evrópusambandsins á sér enga hliðstæðu. Hefðbundin hugtök um samstarf ríkja og svæða duga því skammt til að lýsa sambandinu. Evrópusambandið er til að mynda milliríkjastofnun en þó óhefðbundin sem slík. Ólíkt flestum alþjóðlegum eða svæðisbundnum stofnunum, sem leggja grunninn að milliríkjasa...

Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?

Löggjöf ESB skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra á meðan aðildarviðræður standa yfir milli Evrópusambandsins og umsóknarríkis. Framkvæmdastjórn ESB hefur metið það svo að 21 kafli af þessum 35 heyri undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið; 10 kaflar að öllu leyti og 11 kaflar að stórum hluta. *** ...

Hvernig er samskiptum ESB og Rússlands háttað?

Samskipti Rússlands og Evrópusambandsins grundvallast á samstarfssamningi frá árinu 1997. Hann hefur það að markmiði að efla viðskipti og stuðla almennt að farsælu sambandi milli Rússlands og ESB. Sambandið var eflt árið 2003 með stofnun fjögurra svonefndra sameiginlegra svæða. Leiðtogar Rússlands og ESB halda fun...

Hver er staða Evrópusambandsins á norðurslóðum?

Ríki Evrópusambandsins eiga ekki land að Norður-Íshafinu eða öðrum norðurhöfum. Aðildarlöndin Svíþjóð og Finnland eiga hins vegar talsvert land fyrir norðan heimskautsbaug en ná þó ekki til sjávar í norðri. Evrópusambandið hefur þannig tengst norðurslóðum í menningu, sögu og efnahagslífi og hefur látið sig þær var...

Tímaás Evrópusambandsins, aðdraganda þess og umhverfis

1400-1914 Eftir að þjóðríki tóku að myndast í Evrópu á miðöldum háðu þau fjölmargar styrjaldir sín á milli um auð og völd, landamæri, trúarbrögð og fleira. Þetta á ekki síst við um England og þau ríki sem stóðu þar sem nú er Frakkland og Þýskaland. 1648 Friðarsamningurinn í Westfalen, að loknu 30 ára stríðinu, ...

Hvort mundu íslensk heimili og fyrirtæki greiða hærri eða lægri tolla vegna útflutnings með aðild að ESB?

Stutta svarið við þessari spurningu er að það yrðu engar sýnilegar breytingar á greiðslum útflutningstolla við aðild Íslands að ESB. Ástæðan er sú að útflutningur er almennt tollfrjáls bæði frá Íslandi og frá aðildarríkjum ESB til þriðju ríkja. *** Evrópusambandið er tollabandalag sem þýðir að aðildarríkjum ...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin

Kola- og stálbandalagið (KSB) frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og...

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?

Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...

Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB?

Í stuttu máli er svarið nei. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggir á því að aðildarríki tekur sem gilda menntun sem nemandi hefur öðlast í...

Hvaða áhrif mundi innganga Íslands í ESB hafa á frelsi í viðskiptum með íslenskar sjávarafurðir?

Engir tollar eru á milli aðildarríkja Evrópusambandsins. Ef Ísland yrði aðili að sambandinu yrði því fullt frelsi í viðskiptum með íslenskar sjávarafurðir við önnur aðildarríki. Núgildandi samningar Íslands við ESB tryggja að miklu leyti fríverslun með sjávarafurðir en 90% af útfluttum sjávarafurðum frá Íslandi ti...

Hvernig er samskiptum ESB og NATO háttað?

Samningar milli Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Evrópusambandsins (ESB) um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála voru gerðir undir lok ársins 2002 og í upphafi 2003. Þeir mynda hinn eiginlega ramma Berlín-Plús-fyrirkomulagsins sem veitir Evrópusambandinu aðgang að tækjum og búnaði bandalagsins þegar NAT...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

Hvaða reglur gilda í Evrópusambandinu um notkun flugelda og sölu á þeim til almennings?

Reglur ESB um flugelda byggjast á tilskipun 2007/23/EB. Í tilskipuninni eru settar fram grunnkröfur til framleiðenda um öryggi sem flugeldavörur verða að uppfylla áður en þær eru settar á markað sem og aldurstakmörk fyrir sölu á flugeldavörum til neytenda. Þá fjallar tilskipunin um þá skyldu aðildarríkja að tryggj...

Hvaða réttarstöðu hafa menntaðir nálastungulæknar í Evrópu?

Evrópusambandið hefur gefið út tilskipun um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og hefur hún verið innleidd í lög hér á landi á grundvelli EES-samningsins. Tilskipuninni er ætlað að tryggja að einstaklingar sem hafa aflað sér sérfræðiþekkingar eigi rétt á að nýta þá þekkingu og að hún sé viðurkennd í öðrum að...

Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?

Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...

Leita aftur: