Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að forseti Seðlabanka Evrópu - 376 svör fundust
Niðurstöður

Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?

Hlutverk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) eru skilgreind í 17. grein sáttmálans um Evrópusambandið. Í fyrsta lagi er hún handhafi framkvæmdavalds. Ekki síst á sviði samkeppnismála geta ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar haft víðtæk áhrif en hún getur meðal annars komið í veg fyrir samruna...

Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?

Evrópusambandið hefur gripið til tvenns konar aðgerða í kjölfar yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu. Annars vegar aðgerðir til að létta undir með þeim ríkjum sem eiga í mestum skuldavanda, svokallaðar björgunaraðgerðir. Lítillega hefur verið fjallað um þær aðgerðir á þessum vef, meðal annars í svari við spurn...

Hvaða ESB-ríki utan evrusvæðisins uppfylla Maastricht-skilyrðin?

Danmörk var eina ríkið, af þeim tíu ESB-ríkjum sem standa utan evrusvæðisins, sem uppfyllti öll Maastricht-skilyrðin árið 2011, þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í febrúar 2013. Einungis þrjú ríki uppfylltu skilyrðið um verðstöðugleika og fimm ríki uppfylltu skilyrðið um vexti. Þr...

Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn

Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (e. European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction, EMCDDA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins. Hún var stofnuð árið 1993 og hefur aðsetur í Lissabon í Portúgal. Hlutverk stofnunarinnar er að veita stefnumótendum, sérfræðingum og rannsakendum fík...

Hvenær var Evrópusambandið stofnað og hvaða lönd eru í því núna?

Fyrsta bandalagið sem yfirleitt er talið til fyrirrennara ESB var Kola- og stálbandalag Evrópu (KSB; European Coal and Steel Community, ECSC) frá 1952. Í því voru sex ríki í Vestur-Evrópu: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg. Árið 1958 stofnuðu sömu ríki tvö bandalög til viðbótar: Efn...

Hver er afstaða til ESB-aðildar innan Tyrklands?

Afstaða Tyrkja til aðildar að Evrópusambandinu hefur verið mjög breytileg frá árinu 1999 þegar Tyrkland fékk formlega stöðu umsóknarríkis. Stuðningur við aðild meðal almennings var þannig mestur 73% árið 2004 en fór niður í 38% árið 2010. Fleiri stjórnmálaflokkar eru nú á móti aðild en þegar aðildarviðræður hófust...

Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru? - Myndband

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins, evru, og mundi Ísland þurfa að gera það einnig ef við gerðumst aðili að sambandinu. Aðildarríkjum er á hinn bóginn í sjálfsvald sett hvenær þau gerast aðilar að gengissamstarfi Evrópu en tveggja ára þátttaka í ...

Eru til fordæmi fyrir því að aðildarríki ESB hafi fengið varanlegar undanþágur frá ákvæðum Lissabon-sáttmálans?

Þónokkrar undanþágur voru veittar frá ákvæðum Lissabon-sáttmálans sem var undirritaður 13. desember 2007 og gekk í gildi 1. desember 2009. Þar er um að ræða undanþágur frá ákvæðum sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi (Charter of Fundamental Rights), ákvæðum á sviði skattastefnu, og loks málefna er var...

Hvenær er talið að aðildarsamningurinn verði kláraður? Er það eitthvað vitað?

Þegar þetta svar er skrifað, í mars 2013, er með öllu óljóst hvenær eða hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði kláraður. Fyrir liggur að aðildarviðræðunum mun ekki ljúka á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, eins og stefnt var að í upphafi, en aðeins er rúmur mánuður eftir af kjö...

Hvað bjuggu margir í Evrópu árið 1000?

Aðferðir til að gera sér grein fyrir fólksfjölda á liðinni tíð, áður en skráning hófst, byggjast einkum á mati á vistfræðilegum þáttum ásamt tæknistigi og atvinnuháttum samfélagsins. Samkvæmt þess konar aðferðum er talið að íbúar Evrópu árið 1000 hafi verið um 36 milljónir og um helmingur þeirra hafi búið við Miðj...

Hvaða réttarstöðu hafa menntaðir nálastungulæknar í Evrópu?

Evrópusambandið hefur gefið út tilskipun um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og hefur hún verið innleidd í lög hér á landi á grundvelli EES-samningsins. Tilskipuninni er ætlað að tryggja að einstaklingar sem hafa aflað sér sérfræðiþekkingar eigi rétt á að nýta þá þekkingu og að hún sé viðurkennd í öðrum að...

Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?

Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...

Um hvað snerust bananastríð Evrópu og Bandaríkjanna?

Bananastríð Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er hugtak sem notað er um deilur vegna tolla sem lagðir voru á innflutta banana í ESB. Evrópusambandið hafði afnumið tolla á innflutta banana frá AKK-löndunum til að efla þróun í þeim löndum. Þetta voru Bandaríkin ekki ánægð með, enda stjórna bandarísk fjölþjóðafyrirt...

Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Ei...

Mundu sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hafa í för með sér að íslenska ríkið gæti tekið lán á hagstæðari vöxtum, ef Ísland væri aðili að myntbandalaginu?

Hugmyndin um sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hefur verið mikið í umræðunni á síðastliðnum tveimur árum. Hún er rædd sem hugsanleg lausn við ríkisfjármálakreppunni á evrusvæðinu. Hugmyndin er þó mjög umdeild og sem stendur er í fyrsta lagi óljóst hvort hún verði að veruleika og í öðru lagi hvernig fyrirkom...

Leita aftur: