Innri markaður (e. internal market, single market) Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) grundvallast á reglunum um fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms), sem er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, launþega, þjónustu og fjármagns.
Stofnun innri markaðarins átti sér l...
Orðin heimskautalandbúnaður eða norðurslóðalandbúnaður vísa til þeirrar sérlausnar sem Finnland og Svíþjóð sömdu um í viðræðum sínum við ESB árið 1994. Sérlausnin felst í því að Finnum og Svíum er heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, það er norðan við 62. breiddargráðu, sem nemur 35% ...
Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (e. European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction, EMCDDA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins. Hún var stofnuð árið 1993 og hefur aðsetur í Lissabon í Portúgal. Hlutverk stofnunarinnar er að veita stefnumótendum, sérfræðingum og rannsakendum fík...
Lyfjastofnun Evrópu (e. European Medicines Agency, EMA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins með aðsetur í London. Henni var komið á fót árið 1995 undir nafninu Lyfjamálastofnun Evrópu (e. European Medicines Evaluation Agency, EMEA) sem var notað fram til ársins 2004. Lyfjastofnun Evrópu er helsti vettva...
Í stuttu máli er svarið nei, það stendur ekki til að hætta með Erasmus-styrki. Aftur á móti er komin upp sú staða að fjárlög Evrópusambandsins fyrir árið 2012 duga ekki til að veita evrópskum landsskrifstofum framlög fyrir öllum útlögðum kostnaði á samstarfsverkefnum á borð við þau sem falla undir Menntaáætlun ESB...
Evrópusambandið hefur gefið út tilskipun um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og hefur hún verið innleidd í lög hér á landi á grundvelli EES-samningsins. Tilskipuninni er ætlað að tryggja að einstaklingar sem hafa aflað sér sérfræðiþekkingar eigi rétt á að nýta þá þekkingu og að hún sé viðurkennd í öðrum að...
Víða heyrist sú fullyrðing að Evrópusambandið verji meiri fjármunum í kynningar á sér en gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola. Hún á rætur að rekja til skýrslu bresku samtakanna Open Europe frá árinu 2008. Höfundar skýrslunnar halda því fram að kostnaðarliðir sambandsins af ýmsu tagi séu í raun hluti af kynningarsta...
Öll aðildarríki Evrópusambandsins eru skyldug til að flýta klukkunni um klukkutíma á tímabilinu frá síðasta sunnudegi í mars til síðasta sunnudags í október. Með aðild að ESB yrði Ísland einnig að hafa sama háttinn á nema ef samningar næðust um annað. Tilskipunin sem kveður á um innleiðingu sumartíma var tekin upp...
Á síðustu árum hafa norðurskautsríkin átta, Bandaríkin, Danmörk (vegna Grænlands), Finnland, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Rússland öll mótað sér stefnu um málefni norðurslóða. Mikilvægi svæðisins á heimsvísu hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og því eru það ekki aðeins norðurskautsríkin sem hafa sýnt þv...
Auk sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi, þar sem ófrávíkjanleg grundvallarréttindi allra borgara sambandsins eru skilgreind, hefur ESB samþykkt fjölda tilskipana sem miða að því að koma í veg fyrir mismunun. Þar ber helst að nefna kynþáttatilskipunina og atvinnumálatilskipunina sem eru lagalega binda...
Í spurningunni felst líklega skírskotun til umræðna sem áttu sér stað á Alþingi í byrjun nóvember þegar Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hver embættismannakvóti Íslands yrði við hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að engar reglu...
Valdheimildir Evrópusambandsins til að grípa til refsiaðgerða eru skilgreindar í 29. grein sáttmálans um Evrópusambandið og í 75. og 215. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins. Það er ráð Evrópusambandsins sem tekur ákvarðanir um beitingu refsiaðgerða og aukinn meirihluta fulltrúa ráðsins þarf fyrir þe...
Síðan sumarið 2010 hefur Íslandi staðið til boða svokölluð TAIEX-aðstoð Evrópusambandsins. Hún gengur fyrst og fremst út á að aðstoða umsóknarríki ESB við að undirbúa sig undir þær skuldbindingar sem aðild að Evrópusambandinu felur í sér. TAIEX snýst um að miðla starfsmönnum í stjórnsýslu umsóknarríkja nauðsynlegr...
Evrópska efnahagssvæðið (EES; European Economic Area, EEA) nær til allra 28 aðildarríkja ESB og þriggja ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (European Free Trade Association, EFTA), Íslands, Liechtensteins og Noregs. Það var stofnað árið 1994 með samningi milli EFTA-ríkjanna Íslands, Liechtensteins, Noregs, Sviss, Aus...
Ef Ísland gengi í ESB þyrfti að segja upp stofnsáttmála EFTA (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á EFTA og ESB?) og fríverslunarsamningum sem Ísland er aðili að sem EFTA-ríki. Sömuleiðis þyrfti að segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum og gera breytingar á öðrum gildandi viðskiptasamningum svo að þeir s...