Spurning
Ver Evrópusambandið meiru fé til kynningarmála en Coca-Cola?
Spyrjandi
G. Pétur Mattíasson, Elvar Örn Arason
Svar
Víða heyrist sú fullyrðing að Evrópusambandið verji meiri fjármunum í kynningar á sér en gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola. Hún á rætur að rekja til skýrslu bresku samtakanna Open Europe frá árinu 2008. Höfundar skýrslunnar halda því fram að kostnaðarliðir sambandsins af ýmsu tagi séu í raun hluti af kynningarstarfinu. Í skýrslunni er til að mynda sagt að mennta- og menningarmál séu hluti af áróðurskostnaði sambandsins til að réttlæta eigin tilvist. Það verður að teljast afar hæpið að leggja kostnað sambandsins við verkefni sem tengjast menntamálum að jöfnu við gosdrykkjaauglýsinar sem hafa það eina markmið að selja meira gos. Styrkur til háskólanema til að stunda háskólanám í öðru landi hefur talsvert fleiri markmið en einungis að réttlæta tilvist Evrópusambandsins.Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér heldur en Coca-Cola, þannig að ég held að Evrópusambandið hefði nú beitt sér af miklum krafti til að ná hér þeirri niðurstöðu sem mundi þóknast því. (16:51)Eins og rakið hefur verið í fjölmiðlum má gera ráð fyrir því að fullyrðing Gunnars Braga vísi til skýrslu sem gefin var út af bresku samtökunum Open Europe í lok árs 2008. Open Europe eru samtök efasemdamanna um Evrópusamrunann (e. eurosceptics) sem telja samrunann þegar hafa gengið of langt og eru gagnrýnir á stefnu Evrópusambandsins um „stöðugt nánara samband“. Markmið þeirra er ekki að berjast gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu heldur hafa þau þá sýn að sambandið verði í framtíðinni sveigjanlegra, minna að umfangi og opnara.
- Jafn vitlaust núna og þegar ég sagði þetta | RÚV. (Skoðað 15.01.2014).
- Vísir - „Ráðherra ætti að biðjast afsökunar“. (Skoðað 15.01.2014).
- „The hard sell: EU communication policy and the campaign for hearts and minds“. (Skoðað 15.01.2014).
- FAQs: The Coca-Cola Company. (Skoðað 15.01.2014).
- Coca Cola Annual Report 2007. (Skoðað 15.01.2014).
- Coca-Cola spent more than $2.9 billion on advertising in 2010 | www.ajc.com. (Skoðað 15.01.2014).
- All sizes | Coca Cola billboard in Sanlitun | Flickr - Photo Sharing!. (Sótt 16.01.2014). Birt undir Creative Commons-leyfi: Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic (CC BY-NC-SA 2.0).
Höfundur þakkar Jóni Gunnari Þorsteinssyni og Þorsteini Vilhjálmssyni fyrir gagnlegar ábendingar við gerð þessa svars.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur17.1.2014
Efnisorð
ESB Evrópusambandið Coca-Cola kynningarmál auglýsingar áróður
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Ver Evrópusambandið meiru fé til kynningarmála en Coca-Cola?“. Evrópuvefurinn 17.1.2014. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66607. (Skoðað 9.11.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela