Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að sameiginlega EES-nefndin - 289 svör fundust
Niðurstöður

Hvað mundi tapast og hvað ávinnast með því að segja upp EES-samningnum?

Í þessu svari er annars vegar tæpt á þeim réttindum sem Íslendingar mundu verða af og hins vegar um það sem mætti kalla ávinning af uppsögn EES-samningsins. Miðað er við að samningurinn félli úr gildi og enginn annar samningur kæmi í staðinn fyrir hann, en deila má um hve raunverulegur sá möguleiki er. *** ...

Er Evrópusambandið með einhvers konar Evrópuher og eru aðildarríkin skyldug til að taka þátt í honum?

Evrópusambandið hefur ekki eigin her á sínum snærum. Aðildarríki sambandsins starfa þó saman að öryggis- og varnarmálum og mynda hernaðarleg teymi í tengslum við ákveðin verkefni. Það er þó ávallt að frumkvæði einstakra ríkja og eru aðildarríki ekki skuldbundin til þátttöku. Frá árinu 1999 hefur ESB stefnt að þ...

Er rétt að evran verði að heita „euro“ í öllum aðildarríkjum ESB?

Þetta er að hluta til rétt. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusambandsins verður að heita „euro“ í opinberum skjölum sambandsins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Í öðrum skjölum, svo sem landslögum aðildarríkjanna, er ríkjunum heimilt að nota annan rithátt, í samræmi við málfræðireglur og hefðir viðkomandi tu...

Dreifræðisreglan

Dreifræðisreglan (e. principle of subsidiarity), stundum nefnd nálægðarreglan, var innleidd í Evrópurétt með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Reglan gildir um beitingu valdheimilda Evrópusambandsins og er ætlað að vinna gegn miðstýringu. Í reglunni felst að Evrópusambandið skuli því aðeins grípa til aðgerða á ...

Hvað er Þróunarsjóður EFTA?

Í EES-samningnum er kveðið á um fjárhagslegan stuðning EFTA/EES-ríkjanna, Noregs, Íslands og Liechtenstein, við ríki sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og standa illa í efnahagslegu tillit. Í þessum tilgangi var Þróunarsjóður EFTA stofnaður en sjóðurinn starfar eftir fimm ára áætlun hverju sinni. Stuðningu...

Fjórfrelsið

Fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms) er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns og er grundvöllur innri markaðar ESB og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Fjórfrelsið felur í sér: Frjálsa vöruflutninga, það er frjáls viðskipti með vörur á innri markaðinum. ...

Hvaða áhrif hefur það á réttindi Íslendings að giftast breskum ríkisborgara hvað aðgang að háskólamenntun og greiðslu skólagjalda varðar?

Hjúskaparstaða getur skipt máli fyrir ríkisborgara EFTA/EES-ríkja þegar þeir flytjast á milli landa sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu. Það að giftast sambandsborgara leiðir þó ekki sjálfkrafa til betri réttarstöðu. Réttur maka er háður þeim rétti sem sambandsborgarinn hefur, en til að virkja þau réttindi er þa...

Hvernig mundu atvinnulausir græða á ESB-aðild?

Reglur Evrópusambandsins um samræmingu réttinda atvinnulausra í aðildarríkjunum hafa þegar verið innleiddar í íslensk lög á grundvelli EES-samningsins. Réttarstaða atvinnulausra mundi því ekki breytast við aðild Íslands að Evrópusambandinu. *** Réttur einstaklinga til frjálsrar farar, það er til að dvelja og...

Snúast fríverslunarsamningar um algjörlega frjáls viðskipti án tolla og hafta? Er EES-samningurinn fríverslunarsamningur?

Fríverslunarsamningar snúast fyrst og fremst um niðurfellingu tolla. Tollar eru hins vegar langt í frá einu hindranirnar í viðskiptum milli ríkja. EES-samningurinn er fríverslunarsamningur milli EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, og Evrópusambandsins. *** Oft er talað um fríverslunarsvæði (...

Hvaða áhrif mundi innganga Íslands í ESB hafa á frelsi í viðskiptum með íslenskar sjávarafurðir?

Engir tollar eru á milli aðildarríkja Evrópusambandsins. Ef Ísland yrði aðili að sambandinu yrði því fullt frelsi í viðskiptum með íslenskar sjávarafurðir við önnur aðildarríki. Núgildandi samningar Íslands við ESB tryggja að miklu leyti fríverslun með sjávarafurðir en 90% af útfluttum sjávarafurðum frá Íslandi ti...

Efnahags- og myntbandalagið

Efnahags- og myntbandalagið (e. Economic and Monetary Union, EMU) er samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins í efnahags- og peningamálum. Formleg ákvörðun um stofnun EMU var tekin af ráði ESB í lok árs 1991 og voru ákvæði um samstarfið innleidd í sáttmála sambandsins með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Samstarfi...

Hvað er átt við með svissnesku leiðinni í samskiptum ríkja við ESB?

Þegar talað er um svissnesku leiðina eða svissnesku lausnina í samskiptum ríkja við Evrópusambandið er verið að vísa til tvíhliða samninga Sviss við ESB um aðgang að innri markaði sambandsins. Fullveldissjónarmið réðu því að Sviss kaus á sínum tíma að taka ekki þátt í EES-samstarfinu og leita heldur eftir tvíhliða...

Geta háskólar í Skotlandi krafið Íslendinga um hærri skólagjöld af því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu heldur aðeins aðili að EES-samningnum?

Stutta svarið er já. Aðilum að EES-samningnum er heimilt að mismuna námsmönnum eftir ríkisfangi, hafi þeir gert það fyrir gildistöku samningsins einnig. Um þetta var samið í sérstakri bókun við EES-samninginn. Aðildarríki Evrópusambandsins mega á hinn bóginn ekki innheimta hærri skólagjöld af ríkisborgurum annarra...

EFTA-dómstóllinn

Dómstóll Fríverslunarsamtaka Evrópu (European Free Trade Association, EFTA), oftast nefndur EFTA-dómstóllinn, hefur lögsögu yfir EFTA-ríkjum sem eiga aðild að EES-samningnum, Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Hlutverk EFTA-dómstólsins er fyrst og fremst að tryggja samræmda túlkun og beitingu EES-samningsins og þei...

Mætti ekki lengur bjóða upp á sértilboð fyrir Íslendinga í Bláa lónið ef Ísland gengi í ESB?

Það veltur á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja eins og Bláa lónsins hvort þau séu bundin af banni EES-samningsins við mismunun á grundvelli ríkisfangs. Niðurstaðan um slíkt bann, af eða á, myndi gilda áfram eftir að Ísland yrði aðili að ESB. - Mismunun á grundvelli ríkisfangs innan ESB eða EES er bönnuð bæði samkvæ...

Leita aftur: