(Nice Treaty) var samþykktur árið 2000 en tók ekki gildi fyrr en árið 2003 þegar Írar höfðu samþykkt hann. Greiddi götuna fyrir stækkunina sem var í vændum og kvað á um fulltrúafjölda í ráðherraráðinu og á Evrópuþinginu....
(superpower) var sameiginlegt heiti um Bandaríkin og Sovétríkin í kalda stríðinu. Þau báru þá ægishjálm yfir önnur ríki heims í hernaðarmætti. Flest ríki voru yfirlýstir bandamenn annars hvors risaveldisins, annaðhvort í hernaðarbandalögum eða með öðrum samningum, en þau sem ekki voru það nefndust hlutlaus....
(neoliberalism) er venjulega haft um þá hagfræðikenningu að ríkisvaldið eigi að skipta sér sem minnst af efnahagslífinu og gefa markaðnum sem lausastan tauminn. Mörgum þykir nýfrjálshyggjan beggja handa járn í þróun evrópskrar samvinnu þar sem hún leggi megináhersluna á efnahagslegan samruna en ekki til dæmis féla...
Þjóðréttarvenjur (e. international custom) myndast á svipaðan hátt og aðrar venjur, þegar ríki haga sér endurtekið með tilteknum hætti. Til að bindandi venjuregla skapist verður hegðun ríkjanna að skýrast af því að þau telja að til sé regla um slíka hegðun og að þeim beri að fylgja henni. ...
(Kyoto protocol) var gerð á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í japönsku borginni Kyoto árið 1997. Bókunin felur í sér skuldbindingu aðildarríkja til að takmarka losun ákveðinna gróðurhúslofttegunda út í andrúmsloftið. Sum þátttökuríki neituðu upphaflega að staðfesta bókunina, þar á meðal Ísland,...
Landamærastofnun Evrópu (e. European Agency for the Management of Operational Cooperation at the External Borders of the Member States of the European Union), einkum þekkt undir nafninu FRONTEX (fr. frontières extérieures), var stofnuð árið 2004 með reglugerð ráðsins nr. 2007/2004. Hún hóf starfsemi árið 2005 og h...
Robert Schuman (1886-1963) var franskur stjórnmálamaður, fæddur í Lúxemborg, og gegndi um skeið embætti forsætisráðherra Frakklands. Schuman átti ásamt Jean Monnet mestan þátt í svonefndri Schuman-yfirlýsingu frá 1950, í aðdragandanum að stofnun Kola- og stálbandalagsins....
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er hægt að senda kæru til mannréttindadómstóla á móðurmálinu? Hvernig á að standa að kæru?
Sá mannréttindadómstóll sem hefur langmesta þýðingu fyrir okkur á Íslandi er Mannréttindadómstóll Evrópu og er svar þetta því skrifað út frá gildandi reglum hans. Mannréttindadóm...
Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún er með doktorsgráðu frá Stokkhólmsháskóla í umhverfisefnafræði og hefur sérhæft sig í rannsóknum á mengun í umhverfi og mat. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í...
TARGET2 (e. Trans-European Automated Real-time Gross Settlement Express Transfer system; stórgreiðslukerfi Seðlabanka Evrópu, önnur útgáfa) er millifærslukerfi seðlabanka evrulandanna við Seðlabanka Evrópu og þar með undirstaða evrusamstarfsins. Það er í gegnum TARGET2-kerfið sem fjármagn er fært á milli viðskipta...
Bankaráðið (e. Governing Council) er skipað stjórnarmönnum í framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu og seðlabankastjórum evruríkjanna. Í bankaráðinu eru teknar mikilvægustu ákvarðanirnar varðandi peningamálastefnu evrusvæðisins. Hún ákveður meðal annars stýrivexti hverju sinni, heimilar útgáfu og magn evruseðla og -my...
Bankar og sparisjóðir bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð inn- og útlán. Hér á Íslandi gildir almennt að það er samkomulagsatriði á milli lántakanda og lánveitanda hvort lán er verðtryggt eða óverðtryggt. Þó er óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en fimm ára og innstæður til skemmri tíma en þriggja...
Í kynningarheimsókn Evrópuvefsins til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra voru starfsmenn Evrópuvefsins beðnir um að taka upp tákn fyrir íslensku táknmálsorðabók SignWiki-síðunnar. Hér fyrir neðan má sjá Þorvarð Kjerulf Sigurjónsson sýna íslensku táknin fyrir orðin aðildarviðræður og Evrópuvefur.
...
Bolognaferlið (e. Bologna process) byggir á Bologna-yfirlýsingunni (e. Bologna Declaration) um samanburðarhæfni háskólamenntunar sem var undirrituð af fulltrúum 29 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands, 19. júní 1999. Með yfirlýsingunni var miðað að því að skapa evrópskt menntasvæði á háskólastigi til að auðvelda nemen...
Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining.
Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...